Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

10.1.05

Í pössun

Í gær fóru mamma og pabbi út úr húsi án mín! Amma og afi komu að passa mig og það var alveg rosalega gaman hjá okkur. Ég fékk að stripplast og réði mér ekki fyrir kæti. Svo heillaði ég þau auðvitað eins og venjulega með því að sýna allar mínar listir. Ég kann hvað ég er stór (eins og allir vita núna), svo kann ég "týndur" svona þegar ég nenni því, ég kann að veifa halló og bless, svo er nýjasta nýtt að smella saman vörunum þannig að ég verð eins og fiskur á þurru landi. Þetta geri ég í tíma og ótíma núna og þetta er alltaf jafn vinsælt. Ég lét gömlu hjónin líka dekra aðeins við mig og skreið til þeirra og hékk í buxnaskálmunum til að þau tækju mig upp. Þá kúrði ég mig í hálsakot og þóttist vera feiminn- bara til að vera dúllulegur. Amma gaf mér líka að borða og ég er alltaf svo duglegur að borða að hún hefur bara aldrei þekkt barn sem borðar svona mikið eins og ég! Já, maður er sko duglegur að stækka. Svo var ég líka duglegur að leika mér (eins og engill) þegar ég var orðinn vanur því að hafa þau hérna hjá mér- maður verður aðeins að tryggja það að þau fari ekki strax. Ég bara tók eiginlega ekkert eftir því að ma&pa væru ekki heima! Ég svaf svo bara á mínu væra þegar þau komu heim.....ég er svo súper

Engin ummæli: