Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

1.1.05

Herbergið mitt =)

Það er búið að vera rosa stuð á mér yfir jólin. Á aðfangadag fórum við til Bekku&Bödda uppá Burknavelli, og auðvitað fékk ég ís hjá ís-afa. Ég fékk fullt af pökkum...meira að segja frá vinum mínum sem ég gaf ekki pakka( ég skammast mín svoldið fyrir að gefa þeim ekki neitt...en það verður bara að bæta það upp seinna ). Ég fékk fullt af flottum gjöfum og held að ég hafi ekki pláss til að telja þær allar hér, enda voru mamma og pabbi orðin svoldið þreytt á að opna pakkana mína, en var upptekinn af því að leika mér að nýja dótinu um leið og það barst í mínar hendur.

Á gamlárskvöld vorum við líka á Burknavöllunum. Pabba tókst að vekja mig fyrir miðnætti og ég fékk að horfa á flugelda með afa og öllum hinum líka. Ég kunni nú bara ágætlega við lætin og ljósin, enda voru mamma og pabbi búin að fara með mig á flugeldasýningu og venja mig við. Ég var í rokna stuði fram eftir nóttu og alveg búinn að því þegar ég kom heim. Þegar heim var komið fór ég að sofa í herberginu mínu sem mamma og pabbi gerðu tilbúið á gamlársdag. Það er risastórt og allt dótið mitt kemst fyrir þar á gólfinu þannig að ég get leikið mér þar eins og mér sýnist.

Annars er ég líka orðinn víðförull, farinn að skríða fram í eldhús og inní stofu svona þegar ég nenni ekki að leika mér inní herbergi =)

Engin ummæli: