Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

5.1.05

Bjartur prakkari

Halló, halló!
Mikið svakalega varð ég glaður í gær! Mamma og pabbi fóru loksins með mig í sund aftur. Ég er búinn að bíða og bíða eftir næsta sundtíma og í gær var biðin á enda. Það var sko alveg æðislega gaman. Ég sýndi allar mínar listir og var sko engu búinn að gleyma. Kafaði eins og sannur sundmaður!
Núna eru dagarnir annars voða rólegir. Mamma er að taka niður allt fína skrautið sem mér finnst hún nýbúin að vera að setja upp.... Og svo var svoldið skrítið í morgun að hafa pabba ekki heima. Hann er víst farinn að vinna aftur:o( Ég sakna hans mikið.... en ég hef alveg nóg að gera í því að láta mömmu hlaupa á eftir mér. Mér finnst voða fyndið að þegar ég fikta í einhverju spennandi þá verður mamma reið á svipinn og segir ó-ó. Þetta er mín helsta skemmtun nú til dags. Kellingin hefur líka gott af því að hreyfa sig aðeins eftir allt átið um jólin ;o)

Engin ummæli: