Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

10.12.09

Peningana undir koddann?

Bjartur á nokkra tíkalla og krónur í bauk. Hann er oft að telja þessa aura sína og átta sig á hvernig þetta er allt saman upp byggt... Baukurinn hefur átt sinn heiðursess efst á bókahillunni inní herbergi krakkanna, nema nú þegar við skreyttum fyrir jólin var hann færður í gluggakistuna svo að pláss væri fyrir Maríu mey með Jesúbarnið og Jósep á bókahillunni.
Okkar maður er oft leeeeeengi að sofna, hann pælir og pælir og hugsar og hugsar. En í kvöld var hann áhyggjufullur. Svo áhyggjufullur að hann var í vandræðum með að halda aftur af tárunum... "Mamma. Gardínan hreyfist alltaf til því glugginn er opinn. Þá held ég að steluþjófar séu að reyna að komast inn og stela peningunum mínum".
Já, það er erfitt að vera ríkur ... og ýmislegt reynt til að fá athygli fyrir svefninn ;0)

1 ummæli:

Ásta Guðrún sagði...

Sæl fjölskylda
Hjá okkur hafa áhyggjurnar snúist um hvernig konurnar í bankanum viti hvaða peninga hann kom með í bankann.

Svo krúttlegt -

Hafið það gott um jólin og sjáumst svo fyrir áramótin

Kveðja, Ásta og co