Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

3.12.09

Bið sem styttist ei neitt... en nóg að gera samt

Jæja, okkur gengur nú vel í jólaösinni. Búin að fara að sjá Bjart og hina álfana syngja í helkulda. Bjartur kom í Fjarðarpóstinum og allt ;o)
Svo fórum við að sjá Söngvaseið sem var alveg æðislegt og gaman að fara með Herra spurulum :0)
Í dag fóru krakkarnir og skreyttu jólatré í Jólaþorpinu, á morgun er rauður dagur í leikskólanum og þau mega koma með jólasveinahúfur líka. Sunna fer í leikhús að sjá Maríuhænuna með hópnum sínum og á laugardaginn fær hún að sjá hana aftur með okkur fjölskyldunni! Þvílík tilviljun.

Allt er orðið jólaskreytt hérna hjá okkur, komin aðventuljós og stjörnur í glugga. Jólastelpan gamla komin á sinn stað með snjókarlinum syngjandi sem Sunna var sjúklega hrædd við í fyrra. Hún er nú ekki vitund hrædd við hann núna en það sem Bjartur gat strítt henni á þessu. Hann reyndi líka núna en stelpan er orðin svo stór og hugrökk... Dagný er ekki heldur hrædd.. en samt ekki alveg sama heldur... Alltaf þegar hann fer í gang rekur hún tunguna út úr sér og sveiflar henni til hliðanna. Það er ekkert smá fyndið!

Svo eru dagarnir taldir... Það er talið að jólum með jóladagatalinu sem krakkarnir fengu. Það er talið að því þegar jólasveinarnir koma til byggða með jólasveinabók sem Bjartur fékk. Það er talið að Seyðis og að lokum talið að afmælinu hans Binna sem er á gamlársdag.... Þetta er endalaus bið hehehehe

Engin ummæli: