Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

12.11.09

Og veikindin halda áfram....

Já, við vissum það svo sem. Biðum bara eftir að næsti grís veiktist og sá grís er Sunna. Þetta er nú ekkert alvarlegt. Smá hiti og killer lykt útúr henni. Sem segir manni að hún sé með hálsbólgu. Dagný er alsæl með að hafa hana heima, loksins einhver annar en mamma til að leika við á daginn.
Verst er að Sunna er búin að vera í smá fitun. Fær sérmeðferð á leikskólanum: Smjörva í stað Létt og laggotts, nýmjólk í stað léttmjólkur...bara nákvæmlega sama og hér heima. Hún var orðin svo fín stelpan en nú fer eitthvað lítið fyrir matarlyst. En gott að hafa forða... þetta eru nú meiri áhyggjurnar! Það er gott að maður er bara með áhyggjur af smámunum- ég segi ekki annað. Hún er bara svo mikil písl.
Maður gerir ekki annað en að bjóða henni hitt og þetta. En hún vill sem minnst borða og biður svo um mömmuknús.

Annars vex spennan fyrir jólunum og aðallega Bjartur aðeins farinn að pæla í gjöfum og svona. Farinn að rukka um jólaljós og skraut. Það kemur víst að þessu öllu saman áður en maður veit af!

Engin ummæli: