Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.4.09

Jæja... orðið svoldið langt síðan síðast.

Við fórum með Dagnýju til hjartalæknisins og auðvitað var þetta ekki neitt. Stúlkan er hraust og þarf ekkert að fylgjast með henni frekar. Það er léttir.
Annars er alltaf nóg að gera... Helst í fréttum þessa stundina er að pabbinn á bænum er að fara til Vestmannaeyja næstu helgi. Það verður stuð hjá mömmunni á meðan. Bjartur er spenntur fyrir þessu ferðalagi pabba því hann ætlar að verða fullorðinn þá og hjálpa til með litlu systurnar tvær og poppa á kvöldin og vaka. Þannig er greinilega að vera fullorðinn í hans augum hehe.

Svo styttist óðum í að Helgamma komi. Hún kemur af því að mamman er að fara til Toronto í nokkra daga. En við reynum að hugsa sem minnst um það. Smá aðskilnaðarkvíði í gangi....

1 ummæli:

Ásta og strákarnir sagði...

Sæl fjölskylda

Takk fyrir okkur um daginn, þetta var voða huggulegt. Vonandi verður ekki of langt þar til næst.
Skemmtilegar nýju myndirnar ykkar.


Kveðja frá Dalbakkabúunum og mamman ykkar fær afmæliskveðju frá okkur.