Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

15.4.09

Dagný orðin 6 mánaða

Fórum í skoðun í morgun. Það kom í ljós að hún þarf að fara í hjartaómskoðun eins og systkini sín. Það kom eiginlega ekki á óvart...og þó...Við fórum í sérstakan hjartasónar þegar hún var í bumbunni, því Bjartur er skráður með hjartagalla, en það kom ekkert í ljós þar. Þannig að við erum bara róleg...Sunna fór líka og ekkert fannst að henni, bara frekjuhljóð ;o)

Við komum heim í gær úr æðislegu páskafríi. Þannig var að Berglind og Nonni fóru norður á Mývatn með krakkana sína. Okkur langaði að gera eitthvað um páskana, enda vön að ferðast í páskafríinu, og ætluðum að skjótast kannski til þeirra á Gautlönd. Loginn kom heim úr vinnunni snemma á miðvikudeginum og fór með þessa hugmynd enn lengra: Gista á Gautlöndum eina nótt og halda svo áfram austur á Seyðis. Klukkutíma seinna vorum við rokin. Komum á Gautlönd um kvöldið, héldum áfram til Seyðis daginn eftir, vorum þar í fjórar nætur, brunuðum svo aftur á Gautlönd og gistum þar eina nótt áður en haldið var áfram í bæinn.

Það var mikið brallað í þessu fríi: Farið var með stóru krakkana á sleða og skíði á Kröflu. Á meðan voru reyndar ungamömmurnar heima á Gautlöndum með yngstu molana. Svo héldum við áfram austur og komum Helgömmu heldur betur á óvart! Hún vissi ekkert af því að við værum á leiðinni og var frekar hissa að sjá okkur fimm live á tröppunum hjá henni!

Við fórum í fjöruferð með Símoni, Ástu og co, þar sem Sunna borgarbarn vildi frekar sitja ein í bílnum á meðan allir voru að leika í sandinum í fjörunni. Það var látið eftir henni eftir að hún hafði staðið og safnað nokkrum skeljum og rignt niður í smá tíma. Eftir fjöruferðina var haldið heim til Símonar og Ástu í kræsingar og leik með Ara Birni og Huga Rafni.

Svo hittum við góða vini sem komu alla leið frá Köben í páskafrí. Það voru þau Harpa, Guðjón og litli Úlfur Stefán og voru þetta góðir endurfundir enda rúmt ár síðan við sáumst síðast! Sunna var ekki alveg að meika það að þessi litli strákur héti Úlfur... Var hálfsmeik við hann bara. Svo kraup Bjartur niðri og var að leika sér á gólfinu akkúrat í gangveginum í eldhúsinu og Úlfur stóð fyrir aftan hann:,,Passaðu þig, Bjartur. Úlfur er fyrir aftan þig." Meint þannig að Bjartur myndi ekki hrinda honum um koll en Bjartur leit frekar hissa við til að sjá þennan úlf sem var svo bara lítill strákur. hehehehe.

Á páskadag fórum við í dýrindis páskamat til Dags og Ingu á Egilsstöðum. Átum á okkur gat og fengum bollaspá hjá Snorra. Bjartur var hálft kvöldið úti í garði hjá þeim að leika við Kubb kanínu. Sunna var inni með teboð á meðan hehe. Hún fékkst reyndar til að kíkja smá í kanínukofann...

Á annan í páskum keyrðum við svo aftur á Gautlönd og fóru stóru strákarnir beint á snjósleðarúnt. Siðan bjuggu þeir til nokkurra fermetra snjóhús drengirnir og buðu Sunnu að koma út að leika. Hún gerði það, daman. Fegin að komast út því það var fluga inní húsinu... Svo borðuðum við góðan mat með góðu fólki, drukkum bjór og fórum snemma að sofa ;o)

Þar hafiði það! Og það var mjöööög gott að koma heim.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta hefur verið svaka ferðalag á ykkur. frábært

kveðja Malla

Eyrún sagði...

Hefur greinilega verið gott frí hjá ykkur! Og ekkert smá snögg að ákveða ykkur og koma ykkur af stað:)

Ásdís þurfti einu sinni að fara til læknis sem hét Úlfur, og það var þvílíka málið!! Hún ætlaði sko ekki að hitta e-n Úlf, enda með bókin "Þrjá litla grísi" í algjöru uppáhaldi og þar er úlfurinn ekki góður, reynir að éta litlu sætu grísina;) Í nokkrar vikur á eftir tönglaðist hún á því að hafa farið til Úlfs, sem væri sko samt maður, en héti bara Úlfur!

Ari Björn og Hugi Rafn sagði...

Hæ, hæ og takk fyrir samveruna um daginn. Það vara gaman að fá ykkur í heimsókn.

Ari Björn segir að Dagný sé best - sér ekki sólina fyrir þessari litlu dömu.

Við erum svo á leið til Rvík núna í næstu viku. Hittumst vonandi

Kveðja frá okkur á Dalbakkanum
Ásta og strákarnir

Bína sagði...

Hehehe Ari Björn er ekki sá fyrsti sem heillast af henni Dagnýju litlu, hún hristi t.d. svoleiðis upp í saumaklúbbnum að þær eru flest allar óléttar eða með nýfædd börn ;o)
Já reynum nú að hittast fyrst þið verðið á svæðinu!

Erla Rut Magnúsdóttir sagði...

Djöfulsins stuð í kringum ykkur. Svona á að gera þetta, lifa lífinu lifandi og láta hlutina gerast:)

Nafnlaus sagði...

Það var svo gaman að fá ykkur í heimsókn, hlökkum til að hitta ykkur aftur.
Inga Hanna, Dagur og Sól frænka