Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

5.8.08

Sumarfríið búið...

og allir mættir aftur í leikskólann/vinnu. Mikið svakalega höfum við haft það gott í fríinu!! Búið að flakka MIKIÐ og nánast allar helgar í sumar bókaðar. Það er alltof mikið mál að fara að telja upp allt sem við höfum gert og bendum við bara á myndaalbúmið... myndirnar tala sínu máli;o)

Mamma stækkar og stækkar og mikil læti í bumbunni oft. Bjartur er spenntur og glaður að fá aðra litla systur því það er svo gaman að leika við stelpur:o) Sunna er ekki mikið með á nótunum hvað þetta varðar. Skilur ekkert hvernig lítið barn getur verið í mömmu maga.... Þannig að það bíða allir spenntir eftir viðbrögðunum hjá "Ráðhildi" þegar að kemur. Sú á eftir að stjórna þá! Hún er svo góð í að stjórna og aga krakkana á leikskólanum að hún ætti eiginlega að vera á launum þarna hehehe... Svo er alveg spurning hvort hún sjálf fari eftir öllum reglunum sem hún setur....Já já hún er sko alveg stikkfrí.

Jæja, biðjum að heilsa í bili ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ fjölskylda
Skemmtilegar myndirnar úr sumarfríinu - það hefur verið mikið fjör í Svíþjóð.
Nú erum við á leið suður seinna í dag, vonandi sjáumst við áður en við förum út.

Kveðja,
Ari Björn, Hugi Rafn, Símon og Ásta