Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.8.08

"Ákveðin" ung dama

Sunna missti sig í IKEA í dag. Þegar búið var að labba gegnum alla búðina og ákveðið að kaupa ís, vildi mín fá að halda á honum sjálf. Fékk það og skellti honum strax í úlpuna þ.s. hún átti í smá vanda að halda honum upp. Tók ég ísinn þá af henni og benti henni á að úlpan væri orðin skítug. Henni fannst illa brotið á sér( enda alveg nákvæmlega sama hvort úlpan sín væri skítug eða ekki enda kemur hún ekkert nálægt þvotti á henni ). Skutlaði hún sér þá á magnann á gólfið og byrjaði að öskra. Ég er orðinn þaulvanur þessari taktík hennar við að fá sínu framgengt og var ekki að nenna að sinna henni. Ég gekk og fann Bínu sem var á leiðinni út og lét hana fá ísinn hennar og fór svo til baka að sækja litla sækuliðann sem ómaði langar leiðir. Var þá nokkuð af fólki búið að safnast í kringum hana og heyrði ég, "Þarna kemur einhver að hugga hana". Fólki finnst hún alltaf vera svo sæt þ.s. hún er svo lítil en mér finnst nú bara nokkkuð fyndið þear hún tekur svona flotta stungu og rennir sér á magann og byrjar að orga. Lítil stelpa stóð agndofa og horfði á aðfarirnar. Hún hefur líklega komist að því að þetta skilaði litlum árangri þ.s. Sunna fékk ekki sínu framgengt heldur var hún bara brottnumin af pabba sínum þannig að áhorfendur og litla dolfallna stúlkan gátu haldið áfram með líf sitt :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannast við svona atvik... bæði hjá Birki og Ásdísi... Birkir einmitt missti sig um daginn í IKEA þegar við "þurftum endilega" að fara úr barnadeildinni og skilja allt dótið eftir þar;)

Heyrði einu sinni góða setningu sem fjallaði um að það segir lítið um hæfni foreldranna þegar barn "missir" sig í verslun eða hvar sem er, það eru viðbrögð foreldranna við atvikinu sem segir til um hæfni þeirra.

Logi Helgu sagði...

Já, það er ekki sóðaskapur að hella niður heldur að þrífa ekki upp eftir sig ;)

Bína sagði...

það fyndna við þetta er að maður sér alltaf þessi viðbrögð hjá fólki:,,æjæjæjjj... litla dúllan". Í staðinn fyrir:,,Svakaleg frekja er þetta í krakkanum!" Stærð og krúttlegheit skipta greinilega máli í þessum málum....

Eins gott að vera ekki stór og ljót þegar maður er svona "ákveðin" ;o)