Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

18.6.08

Hlýðin ung dama

Sunna er nú farin að sofa í opnu rúmi þannig að hún getur farið ferða sinna eins og henni þóknast. Fyrsta kvöldið var byrjað að misnota frelsið, hún kom fram til að: hitta mömmu, hitta Bjart, horfa á Mikka Mús, fá að súpa, koma með sparkbílinn, kveikja ljósið...
Þrátt fyrir útskýringar föðurins var hún ekki að skilja að hún ætti á hættu að fá rimlana afturá rimarúmið og eftir um tíu ferðir voru rimlarnir settir aftur upp. Litla varð miður sín þegar hún hafði misst ferðafrelsið og grét heilli fötu af krókódílatárum í mótmælaskyni við þessar aðgerðir.
Næsta kvöld lagðist hún þæg og stillt og bærði ekki á sér. Bjartur þurfti að fara á klósettið og þá lagði hún af stað fram líka. Kom mamma þá og spurði hvað hún væri að gera og sagðist hana á vanta súp( vatn ) að drekka. Mamma sagði henni að leggjast aftur og hún myndi færa henni og gegndi hún án þess að sýna minnsta mótþróa.
Í morgun vaknaði sú stutta og sat í rúminu og kallaði á foreldra sína þar til pabbi kom og benti henni að koma. Þá hoppaði hún niður og kom hlaupandi, alsæl yfir að hafa fengið leyfi til að fara úr rúminu ;)

2 ummæli:

harpa sagði...

hæhæhæ!
eftir að formleg gestabók datt út er ég alltof léleg að kvitta.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ UM DAGINN BJARTUR. Mjög leiðinlegt að komast ekki.

Sunna er engin smá skvísa með þessi risa augu og fallega hár.

Biðjum að heilsa dömunni í mallanum.
kær kveðja frá köben

Nafnlaus sagði...

hæ, hæ fjölskylda
Okkur langaði bara að kvitta hjá ykkur. Það væri nú gaman að fara að hittast og leika - sp. hvort mamma og pabbi séu eitthvað á leið suður á næstunni??
Hafið það gott,
Kveðjur frá Seyðisfirði
Ari Björn og Hugi Rafn og foreldrarnir