Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.9.06

Bjartur er með ýmislegt í maganum...

Bjartur er svo spenntur fyrir litla barninu og tileinkar sér allt sem því tilheyrir. Á morgnana segir hann alltaf:,,Góðan daginn litla barn. Eigum við að koma fram og fá okkur cheerios?" Voða sætur með rödd sem maður notar til að tala við lítil börn.
Um daginn vorum við svo komin fram og byrjuð að borða og þá segir minn:,,Mamma! Finnurðu??" Tekur í hendurnar á mömmu og setur þær á magann sinn- alveg eins og gert er við hann þegar hann á að finna spörk.... ,,Finnurðu?!"
Mamma: ,,Já, vá..." (skilur ekki alveg hvað á að finna).
Bjartur: ,, Mamma finnurðu cheeriosið?"

Bjartur: ,,Þegar Bjartur var litla barn var hann með engar tennur."
Mamma:,,Nei."
Bjartur: ,,Nei, þær voru í maganum á honum. En núna er Bjartur með maaaaargar tennur!"

Engin ummæli: