Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.7.06

Kominn úr fríinu

Þá er maður kominn aftur heim á Hjallabrautina eftir frábært sumarfrí á Seyðis... Ég var alveg í essinu mínu allan tímann og söng og trallaði daginn út og daginn inn... svona á milli þess sem ég stjórnaði ömmu:o) Von er á myndum úr ferðinni og þá sést hvað ég brallaði þarna fyrir austan- nenni ekki alveg að fara að telja það upp því það var svo mikið.
Ég var glaður að koma heim: hljóp um kátur og hlæjandi, en ég sakna Helgömmu og allra hinna...vonandi kemur Helgamma fljótlega í heimsókn til mín.

Við mamma erum ennþá í sumarfríi og tökum því bara rólega þessa dagana á meðan pabbi er í vinnunni. Mamma er loksins farin að stækka og ég er voða góður við litla barnið okkar. Ég hef fundið það sparka og svo kíki ég í naflann og segi:"he,he! Sætur!" Ég hjálpa mömmu við flest allt sem þarf að gera: set inní ísskápinn og tek til í herberginu mínu (eins og Einar Áskell- goðið mitt þessa dagana) og labba sjálfur upp stigana. Ég vil ekki að haldið sé á mér nema að ég sé ofur þreyttur.

Jæja, held ég láti þetta duga í bili.... býð ykkur að skoða myndirnar frá Seyðis (sem koma fljótlega inn) og minni á GESTABÓKINA ;o)

Engin ummæli: