Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

9.3.05

Styttist í austurferð

Ég fór í afmæli til hans Óðins Braga á föstudaginn síðasta og gaf honum pakka og allt! Það var voða gaman að leika sér svo með dótið sem hann átti og fylgjast með öllum krökkunum sem voru í afmælinu líka. Ég var rosalega stilltur og sló alveg í gegn hjá Hörpu vinkonu minni, pabba og mömmu. Henni fannst ég svo rólegur og kúltiveraður og spáir því að ég verði bókmenntafræðingur eða eitthvað álíka... Óðinn Bragi var hins vegar alveg í fullu fjöri og mér fannst alveg merkilegt að fylgjast með honum. Svo er Ari Björn, vinur minn, líka orðinn eins árs en ég komst ekki í afmælið hans. Ég er samt búinn að gefa honum pakka og við hittumst aftur um páskana þegar við förum austur.
Amma Helga er alveg rosalega spennt að fá að knúsa mig þegar ég kem og hún getur knúsað mig lengi.... því við verðum í marga daga hjá henni! Mamma og pabbi eru eitthvað stressuð yfir því að keyra svona langa leið með mig. Ég veit ekki hvað þau halda eiginlega að ég sé! Ég er nú ekki vanur að vera með læti eða grenja í bíl. Ég er samt glaður yfir því að við ætlum að gista hjá Emil Gauta, vini mínum, og Gústafi Bjarna, bróður hans, á Mývatni eina nótt. Þeir bræður verða í sveitinni sinni yfir páskana með mömmu sinni og pabba. Þannig að þetta verður ekki næstum því eins erfitt og mamma og pabbi eru búin að ímynda sér.
Jæja, það koma glænýjar og skemmtilegar myndir í myndaalbúmið mitt í kvöld ef ég man eftir að biðja pabba að setja þær inn. Sjáumst síðar!!

Engin ummæli: