Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

1.2.05

Grallarastrákur

Sælt veri fólkið.
Það er alveg brjálað að gera hjá mér að stækka og læra nýja og nýja hluti. Ég fatta eitthvað nýtt trix á hverjum degi núna- mömmu og pabba til mikillar gleði. Ég tek svo vel eftir að ég kem þeim hvað eftir annað á óvart með hvað ég kann. Balli frændi er duglegur að kenna mér eitthvað sniðugt og ég apa allt eftir honum. Hann segist vera uppiskroppa með atriði núna...
Ég átti alveg voða góða helgi. Var settur í næturpössun til ís-afa og fékk sko ís! Ég var ofsa góður og stilltur og mamma og pabbi sóttu mig svo klukkan 10 morguninn eftir en þá var ég bara steinsofandi. Við höfðum planað að fara í sund á sunnudagsmorguninn en mamma og pabbi voru eitthvað voða mikið þreytt... Það er orðið svolítið langt síðan ég fékk að kafa síðast að ég verð að plata gamla settið næstu helgi. Svo hefur ekkert bólað á myndum á myndasíðunni minni... það á nú að lagast í kvöld (segir pabbi).

Engin ummæli: