Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

8.2.05

Enn einn strákurinn!

Ég var að eignast nýjan vin. Þessi vinur kemur til með að verða rosalegur prakkari. Hann var eitthvað að flýta sér í heiminn og kom öllum að óvörum ca mánuði fyrir tímann. Svo plataði hann alla alveg upp úr skónum því hann átti að verða stelpa, fyrsta stelpan í vinahópnum hans pabba, en svo var hann bara strákur!! Það verður sko stuð að leika sér við þennan þegar við verðum eldri!
Amma og afi ætla að passa mig á sunnudaginn því mamma og pabbi ætla að fara út að borða og í leikhús. Ég er sko strax farinn að hlakka til! Það er alltaf svo gaman þegar amma og afi passa mig. Svo var ég að passa Svölu Birnu frænku mína um síðustu helgi. Mikið svakalega var það gaman! Ég varð svo glaður þegar ég vaknaði og sá hana að ég hló upphátt! Hún er líka ofsa góð við mig og passar uppá mig. Ég er nefnilega orðinn svo stór að ég er farinn að standa allstaðar upp og er ekkert smeykur við að sleppa- þ.e.a.s. ef einhver er nálægt og getur gripið mig EF ég dett.

Engin ummæli: