Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

29.7.11

Tómatar vs. Súkkulaði

Sunna var svo dugleg að borða fiskinn sinn og til að hvetja hana til að klára alveg af diskinum bauð mamman konfekt-tómata í verðlaun. Daman sem er sjúk í grænmeti var ekki lengi að skófla í sig restinni en segir svo:"Mamma. Þú veist að ALVÖRUverðlaun eru súkkulaði..."
Lét samt tómatana duga ;o)

26.7.11

Gordjöss...

Dagný var að setja nýtt met í krúttlegheitum og var spurð:"Af hverju ertu svona sæt?!"
Þá toppaði hún sig enn einu sinni og sagði:"Nei. Ég er glæsileg!"

20.6.11

Dagný við matarborðið:

"Þið megið ekki borða svona mikið! Þið fáið bara feitar kinnar!"

16.5.11

rassamerking

Mamma er að stríða Dagnýju og segir:"sjá þennan sæta rass! Ég á þennan rass!"
Dagný er sko ekki sátt við það:"NEI! ÉG á hann!"
M:"Nei ÉG!"
D:"Nei þú ert með rass!"
M:"já þú átt hann og ég á þinn".
D:"Nei, ég á minn! Það stendur ÉG á honum!"
Þar með var mamman sigruð ;o)

í loftinu hangir...?

Einhver galsi var í Dagnýju og Bjartur var líka búinn að vera ofurhress og glaður.
Mamman segir þá:" Hvað er eiginlega í loftinu?"
Þá svarar Dagný með hneykslun í röddinni:"Ljós!"
Mamman og Lilja frænka fara að hlæja. Já auðvitað er ljós í loftinu... en okkar kona finnur samt á sér að hún hafi verið að svara einhverri vitleysu og bætir við:"...eða skrítin fluga eða bara hvað..." (segir alltaf bara "hvað" í staðinn fyrir "eitthvað")

Lyklabarn?

Dagný fann lykil í dótinu. Kom sigri hrósandi og sýndi mömmu sinni lykilinn.
D:"Mamma. Ég fann lykil!"
M:"Vá, en fínt."
D:"Þetta er samt ekki lykillinn að Sindra. Hann er bara fastur við þig".
Spurning hvernig á þá að losa Sindra frá mömmunni... ;o)

Maður er inni í innifötum og úti í útifötum!

Pabbi:"Dagný, ekki fara inn á skónum"
Dagný fer þá úr skónum í forstofunni. Á meðan labbar pabbinn inn úr forstofunni með húfu.
Þá heyrist í okkar konu:"Pabbi! Ekki fara inn á húfunni!"