Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

6.11.08

Skírn

Nú er Helgamma komin til að vera við skírnina á litlu systur. Það er æði að fá hana í heimsókn! Bjartur ætlar að gista með henni hjá Gauta og co eina nótt og allt!

Það er allt að smella saman fyrir skírnina... þökk sé æðislegum vinum og vandamönnum. Það eru allir svo hjálplegir og duglegir að bjóðast til að baka og svona þannig að mamman getur hugsað um brjóstagjöfina og þarf lítið sem ekkert að gera fyrir veisluna. Amma bakar, Lilja líka og Malla og Henný gera sín frægu horn (namm namm), Berglind ætlar að gera eitthvað gúmmulaði líka og ætli mamman reyni nú ekki að hrista eitthvað fram úr ermunum svona til að sýnast eitthvað;o)

Bjartur stóri bróðir ætlar að segja nafnið á litlu dömunni þegar presturinn spyr hvað barnið eigi að heita.... Við vonum bara að hann segi rétta nafnið... ekki Sóley eins og hann er búinn að ákveða. Spennan vex.....

Engin ummæli: