Á fimmtudaginn varð Bjartur 4 ára, veislan var reyndar haldin aðeins fyrr og var rosalega gaman að fá alla í heimsókn og Bjartur var mjög ánægður með alla pakkana. Afmælissöngurinn var nú heldur ekki leiðinlegur og var Bjartur alveg að springa úr stolti. Ekki skemmdi fyrir að 100 ára afmæli var hjá Hafnarfjarðarbæ og var haldið niðrá Víðistaðatún að veislu lokinni þar sem leikið var og dansað fram á nótt. Afmælisdagurinn var svo líka haldinn hátíðlegur, smá pakkar í byrjun dags og á leikskólanum fékk Bjartur að baka köku með GULL kremi( valdi litinn sjálfur ). Súkkulaði fondue var eftir kvöldmat, enda orðin hefð síðan á 3ja ára afmælinu í fyrra ;)
P.s. Hér má sjá afmælisboðskortið í ár
7.6.08
Bjartur 4 ára
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hehemm...nafnið á drengnum er ekki rétt skrifað fyrir ofan afmælismyndina.fer aðeins í taugarnar á mer.bros og bless.helgamma
Búinn að laga, ég þarf að fara að æfa mig eins og Sunna. Hún er hætt að segja Bassu og er alltaf að reyna að koma err-inu á réttan stað ;)
Skrifa ummæli