Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.4.08

Aprílgabbið hennar Sunnu

Í gær fór Bjartur í bað og fékk að hafa með sér dollu með rúsínum sem hann var að kjammsa á. Bjartur fór svo uppúr og Sunna fór í bað. Eftir góða stund var hún orðin nokkuð róleg í baðinu og Bína horfir á hana í smá stund fram úr holi sér hvað hún kíkir fram á móður sína og virðist vera eitthvað skömmustuleg við að tyggja eitthvað. Sunna gefur lítið fyrir spurningar móður sinnar hvort hún sé að borða eitthvað svo að Bína fer og kíkir á hana í baðinu. Bínu til mikillar skelfingar sér hún Sunnu vera að smjatta á litlum krumpuðum klessum sem líkjast einna helst skít. "Ertu að borða skít?" heyrist í móðurinni...sem furðar sig einnig á hvernig barnið getur borðað hann með mestu list. En fljótlega uppgötvast að þetta voru rúsínurnar sem Bjartur hafði skilið eftir og hafði Sunnu tekist að plata móður sína og skemmta karlpeningi heimilsins í leiðinni =)

P.s. þar eru komnar nýjar myndir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ Bjartur og Sunna
Það var nú leiðinlegt að hitta ekki á ykkur um helgina. Svona er þetta víst þegar veikindin herja á heila fjölsk. í einu. Við hitttumst þá bara ennþá meira næst og gerum eitthvað skemmtilegt ;)

Mamma og pabbi biðja að heilsa pabba ykkar og mömmu

Kv,
Ari Björn og Hugi Rafn