Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

5.4.06

Alltaf stærri og stærri

Nú eru mamma og pabbi alveg í vandræðum með mig...eða réttara sagt fötin mín. Það er allt að verða of lítið á mig því ég er búinn að stækka svo mikið! Það er eins gott að þau eru að fara bráðum til útlanda og mamma segist ætla að reyna að kaupa fullt á mig þar. Svo er ég orðinn svo rosalega duglegur að tala undanfarið að mamma og pabbi eru bara alveg hissa á þessum framförum allt í einu. Það er ekki langt síðan ég sagði eitt og eitt orð til að koma liðinu í skilning um hvað það var sem mig vantaði eða langaði í. Þau eru bara svo treg greyin að maður verður bara að gjöra svo vel og mata hlutina alveg ofan í þau! Ekki skemmir hvað við "Hengama" erum dugleg að tala saman í símann- Ég er nefnilega búinn að komast að því að það þýðir ekki að segja:"sjáðu?" í símann- maður verður að lýsa hlutunum og segja frá. Hildur dagmamma mín er líka svo dugleg að hvetja mig og segja mér hvað ég er duglegur strákur. Núna er ég sem sagt bara orðinn símalandi daginn út og daginn inn. Pabba og mömmu finnst ég svo sætur þegar ég tala og hlæja eftir hverja setningu. Svo þurfa þau alltaf að apa allt eftir mér sem ég segi. Dæmi:"Dattur - dida- hessa- bílli". Ma&pa:"Já! Bjartur sitja á þessum bíl!"
"Dattur - hara- baaa- kubbana". Ma&pa:"já! Bjartur fer í bað með kubbana!" og fleira og fleira, allan daginn, alltaf jafn stolt á svipinn. Svo láta þau mig segja reglulega "appelsína, kónguló, sokkabuxur, gallabuxur, Ásthildur" og fleiri svona löng orð því þeim finnst það svo sætt!
Það er annars mest lítið í fréttum... fór í fermingarveislu um daginn til hans Kára frænda og skemmti mér manna mest á staðnum! Skelllihló svo með henni Svölu Birnu að undir tók í húsinu. Svo fórum við pabbi að sækja Emil afa í flugvélina um daginn. Það fannst mér svakalega merkilegt. Er svo farinn að kúka í koppinn (löngu búinn að læra að pissa í hann en ekki viljað kúka í hann hingað til)... en það eru kannski engar fréttir því pabbi lét mig hringja út um allt eftir það og segja fólki frá því. Frekar vandræðalegt...
Svo eru bara frekar nýlega komnar inn myndir þannig að ekki fylgja myndir með í þetta skiptið.
Munið svo eftir GESTABÓKINNI minni ;o)
-Bjartur L

Engin ummæli: