Sunna er nú farin að sofa í opnu rúmi þannig að hún getur farið ferða sinna eins og henni þóknast. Fyrsta kvöldið var byrjað að misnota frelsið, hún kom fram til að: hitta mömmu, hitta Bjart, horfa á Mikka Mús, fá að súpa, koma með sparkbílinn, kveikja ljósið...
Þrátt fyrir útskýringar föðurins var hún ekki að skilja að hún ætti á hættu að fá rimlana afturá rimarúmið og eftir um tíu ferðir voru rimlarnir settir aftur upp. Litla varð miður sín þegar hún hafði misst ferðafrelsið og grét heilli fötu af krókódílatárum í mótmælaskyni við þessar aðgerðir.
Næsta kvöld lagðist hún þæg og stillt og bærði ekki á sér. Bjartur þurfti að fara á klósettið og þá lagði hún af stað fram líka. Kom mamma þá og spurði hvað hún væri að gera og sagðist hana á vanta súp( vatn ) að drekka. Mamma sagði henni að leggjast aftur og hún myndi færa henni og gegndi hún án þess að sýna minnsta mótþróa.
Í morgun vaknaði sú stutta og sat í rúminu og kallaði á foreldra sína þar til pabbi kom og benti henni að koma. Þá hoppaði hún niður og kom hlaupandi, alsæl yfir að hafa fengið leyfi til að fara úr rúminu ;)
18.6.08
Hlýðin ung dama
9.6.08
Vandlát ung dama
Í leikskólanum um daginn kom Ragnar Logi færandi hendi með blóm til Sunnu. Eitthvað leist henni ekki nóg á vel á fífilinn og hunsaði boðið og blómið líkt og þetta væri ekki nógu merkilegt fyrir hana. Þrátt fyrir neitunina hélt boðið áfram til næstu stúlku sem þáði falleg boð. Þegar biðlinum hafði tekist svona vel til ákvað hann að reyna aftur með Sunnu. Ragnar Logi náði því blóminu aftur og bauð Sunnu í annað sinn. Nú þáði hún boðið enda hafði hún orðið vitni af því þegar hin stelpan þáði blómið og þá var hún mun móttækilegri og bara hæstánægð með blómið þótt það hefði ekki verið nógu fínt fyrir hana fyrst um sinn.
7.6.08
Bjartur 4 ára
Á fimmtudaginn varð Bjartur 4 ára, veislan var reyndar haldin aðeins fyrr og var rosalega gaman að fá alla í heimsókn og Bjartur var mjög ánægður með alla pakkana. Afmælissöngurinn var nú heldur ekki leiðinlegur og var Bjartur alveg að springa úr stolti. Ekki skemmdi fyrir að 100 ára afmæli var hjá Hafnarfjarðarbæ og var haldið niðrá Víðistaðatún að veislu lokinni þar sem leikið var og dansað fram á nótt. Afmælisdagurinn var svo líka haldinn hátíðlegur, smá pakkar í byrjun dags og á leikskólanum fékk Bjartur að baka köku með GULL kremi( valdi litinn sjálfur ). Súkkulaði fondue var eftir kvöldmat, enda orðin hefð síðan á 3ja ára afmælinu í fyrra ;)
P.s. Hér má sjá afmælisboðskortið í ár