Og það þarf ekki að fylgjast neitt sérstaklega með henni. Stúlkan stóð sig eins og sönn dama og læknirinn svona glimrandi ánægður með hana. Hún gerði allt sem hún átti að gera og alveg yndislegt að fylgjast með henni. Litla ráðskonan. Það var alveg eins og hún hefði mætt þarna áður og gert þetta allt saman mörgum sinnum. Þannig er hún alltaf: Hún sko Á pleisið! Læknirinn sagðist yfirleitt þurfa að slást við krakka á þessum aldri hehehe. En hann tæklaði þetta alveg frábærlega enda þaulvanur.
Meðan við biðum eftir að fá seinni dropana í augun skoðuðum við aðeins gleraugu á svona litla krakka. Henni finnst þetta náttúrulega svakalegt sport því Bjartur notar gleraugu. O my god! Hún er nú þvílíkt krútt með svona lítil og sæt krakkagleraugu... en þau héldust samt varla á trýninu á henni þrátt fyrir krækjur bak við eyru og aukanefpúða.
Dagný er enn að berjast við kvefið og smá hitavella í henni. Ætli við förum ekki með hana til læknis á morgun ef hún lagast ekki... Maður er samt orðinn svo sjóaður í þessu- þykjumst alveg vita hvaða svör við fáum: Hitinn er ekki hár....Hún er að drekka vel.... Tvö leikskólabörn á heimilinu....Við erum ekkert að stressa okkur enda skítakuldi úti. Svo leiðinlegur þessi árstími!! En hún er alltaf jafn yndisleg- aldrei lætin í þessu barni þó hún sé slöpp.
Þannig voru fréttir dagsins!
Yfir og út
5.2.09
Sunna þarf ekki brillur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
æ það var nú gott að hún þarf ekki gleraugu á litla nebban.
kveðja Malla
Sæl Fjölskylda
Vildum senda ykkur smá kveðju.
Langt síðan síðast ekki satt. Við sjáumst vonandi í vor.
Gaman að skoða myndirnar
Kveðja, Ásta og strákarnir
Skrifa ummæli