Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

31.7.04

Heimsókn

Óðinn Bragi kom í heimsókn á fimmtudaginn og tók foreldra sína með, sem er bara gott þá hafa mamma og pabbi einhvern félagsskap =) Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Óðinn Braga og hann er svoldið mikið stærri en ég...enn =) Ég var nú hálf feiminn fyrir framan hann og sýndi honum ekki jafn mikinn áhuga og hann hafði á mér, enda er hann meira en helmingi eldri en ég :) Þau pöntuðu sér svo einhvern Asískan mat sem ég kann ekki að nefna, en við strákarnir fengum nú bara gömlu góðu mömmumjólkina, hún klikkar aldrei enda heimtuðum við reglulegar ábótir :)

28.7.04

Pirrilíus Prumpulíus

Sumar daga verð ég óskaplega pirraður. Þegar ég er óskaplega pirraður gef ég frá mér svoldið væl, sperri mig reglulega, munnurin verður bein lína og stundum verð ég eldrauður í framan. Ef allt gengur upp að óskum endar þetta á góðu prumpi í bleyjuna og jafnvel eitthvað sem kemur með því. Ef ég er rosalega pirraður og prumpa hátt og snjallt endar það stundum á neyðarsturtu þegar mamma og pabba sjá ekki hvernig þau eiga að þrífa mig uppá axlir eftir allt erfiðið...þannig að stundum er þetta heldur betur að borga sig hjá mér =)

24.7.04

Enn fleiri gjafir

Í dag komu gjafir frá Helgu Björt og Ingabirni alla leið frá Danmörku. Mamma hennar Helgu kom með gjafirnar og líka sjálf með gjafir handa mér. Ég fékk rosa flotta peysu frá henni og mamma fékk lyklakippu með bláum vangi sem hún setti lyklana sína um leið á, einmitt það sem hana vantaði. Frá Danmörk fékk ég ógó flott Bangsímon föt. Ljósar buxur, hvítan bol og sokka, allt með myndum af Bangsímon og félögum. Ég var ákaflega ánægður með gjafirnar og mamma og pabbi líka, eins og með allar gjafirnar sem ég hef fengið. Nú á ég orðið svo mikið dót að það þarf að fara að rýma til í litla "Seyðó", en það er herbergið mitt =)

21.7.04

Súperstrákur

Matthildur kom með gjöf handa mér frá útlandinu. Fékk rosa flottan súperman galla. Nú styttist í að ég get farið að flúga um íbúðina og bjarga Bjólfi banga og fleiri tuskudúkkum úr klóm illra afla og óhappa, s.s. mannætupottinum, eldavél vítis og dauðahafsbaðinu...en allt eru þetta hættulegir staðir fyrir tuskudýrin mín :)

20.7.04

Bréf til pabba ( í vinnuna )

Hæ pabbi,

Ég er búinn að vera svoldill prakkari í morgun, híhí, byrjaði á því að drulla uppá herðablöð (eins og mamma segir) og mér fannst það svo fyndið að ég brosti og brosti á meðan mamma var að bakslast við að taka bleyjuna. ég er búinn að fatta það að ef ég brosi voða mikið þá getur mamma ekki orðið reið.
það var svo kominn kúkur út um allt og mamma oft búin að segja við mig að nú vantaði pabba því að það var sko þörf fyrir neyðarsturtu!!
En ég passaði mig á því að gera þetta þegar þú varst farinn í vinnuna því mig langaði svo í bað og ég fékk að fara í bað!!!:þ

ÞAÐ VAR SVO GAMAN!!

Ég var svo þakklátur að ég spjallaði og spjallaði við mömmu( hún verður líka að vera glöð) og spriklaði eins og ég ætti lífið að leysa! MIKIÐ ER GAMAN Í BAÐI! ég var heldur ekkert glaður þegar mamma sagði að nú væri komið nóg og tók mig uppúr en ég jafnaði mig nú fljótt því mig grunaði að þá fengi ég að drekka .

Svo byrjaði mamma alltí einu að hrópa og kalla nafnið mitt. ég skildi ekki alveg af hverju fyrst...en svo fattaði ég að ég var að pissa. ég skil nú ekki öll þessi læti í kellingunni- ég var hvort eð er blautur OG í handklæðinu.... mamma þurrkaði mér voða vel eftir þetta og ég var bara nokkuð sáttur- vissi að nú væri kominn matartími namm namm, en þá var ég bara settur í rúmið hennar og hún fór að skipta um föt!!!! var eitthvað að tala um að hún væri blaut- EFTIR MIG! Ég sem skvetti EKKERT á hana í baðinu! skil ekkert í þessu en svo fékk ég sjússinn minn og sofnaði vært í einn og hálfan. þá var ég aftur orðinn svangur. mamma var svo þreytt (ég var samt ekki SVO erfiður í morgun finnst mér) að ég fékk að koma uppí til hennar og drekka liggjandi. En ég kann nú á hana mömmu. Ég sýndi mínar bestustu bestu hliðar og smilaði og skríkti og þá varð hún að vakna og koma með mér fram. Ég var líka voða skemmtilegur þegar við komum fram. það var líka ekki hægt annað því ég fékk að leika mér á teppinu mínu. það var svo gaman að meira að segja mamma hló! Hún var reyndar e-ð að tala um lappirnar á mér hvað þær væru spenntar þannig að ég hreyfði þær bara ennþá meira (bara svona til að skemmta mömmu) og þá hló hún ennþá meira en versta við þetta ævintýri var að okkur vantaði að hafa þig með elsku pabbi minn. ég sakna þín svo mikið að ég ætla að knúsa þig og brosa til þín þegar þú kemur heim til mín.

19.7.04

Stór strákur

Mamma & pabbi fóru með mér í 6 vikna skoðun, nú er ég alveg 1 og hálfs mánaða gamall. Þar var ég mældur og er ég núna 57,5 cm, og búinn að stækka um 7,5 cm síðan ég fæddist, þannig að það er farið að teyjast vel á mér. Ég var líka vigtaður 4520 gr, þannig að þyngdin er á réttu róli líka. Lækninum leist bara vel á mig og við stoppuðum stutt á heilsugæslunni. Við mamma keyrðum pabba í vinnuna og fórum síðan heim og lögðum okkur fram yfir hádegi. Ég og mamma fórum líka í smá göngutúr og síðan sóttum við pabba. Á leiðinni heim keyptum við svo Shrek...handa mér!

15.7.04

Pabbi farinn að vinna

Jæja, þá er pabbi byrjaður að vinna á fullu. Hann byrjaði reyndar í seinustu viku en varð svo veikur þannig að hann var bara heim mest alla seinustu viku en fékk ekkert að fara út í góða veðrið. En við fjölskyldan vorum að setja inn nýjar myndir. Það eru tvö ný myndaalbúm komin inn, eitt frá fimmtu vikunni minni og annað frá skírninni um daginn. Í gær fórum við Ari Björn með foreldrum okkar að finna brúðkaupsgjöf handa foreldrum ófædds Ágústsson, en það er brúðkaup hjá þeim núna um helgina sem við strákarnir ætlum að kíkja í, nema ég verði eftir hjá Bekku ömmu og Möllu ömmusystir í bústað á meðan mamma og pabbi fara.
Ég er rosalega duglegur að sofa og vera stilltur, tek bara smá skorpur og læt heyra í mér, en það er aðallega þegar ég er svangur og get ómögulega beðið eftir að fá mjólk. Það skiptir mig litlu máli hver gefur mér hana, hvort hún er fersk frá mömmu eða úr pela frá pabba, hún er alltaf jafn góð. En studum fæ ég pela, ef verið er að passa mig, eða mamma sofandi.

12.7.04

Nafnið mitt

Jæja, þá er búið að opinbera að ég heiti Bjartur. Það var heilmikil veisla heima hjá okkur í gær þar sem einhverjir 4 tugi vina&vandamanna mættu til skírnar sem séra Bragi sá um. Pabbi hélt á mér undir skírn og gekk bara ágætlega hjá honum þrátt fyrir að honum var rosalega heitt. Ömmurnar Bekka og Helga voru skírnarvottar og Henný frænka sá um undirspil með skírnarsálminum og lék síðan lag í lok athafnarinnar. Síðan tóku veislugestir við veislurkæsingar og voru rosalega duglegir þannig að mamma og pabbi þurftu ekki að hafa áhyggjur af afgögnum næstu daga þeim til mikillar gleði. Ég var óskaplega stilltur allan tímann, svaf bara, kippti mér nú aðeins við þegar var verið að bleyta á mér skallann(en ég missti fæðingarhárið ofan af kollinum fyrir skírnina). Síðan fengu hinir og þessir að halda á mér og allir voru ánægðir með nafnið mitt þannig að nú getur fólk hætta að kalla mig Loft sem ég hef gengið undir seinustu vikur, þ.s. vitað var að ég væri skírður út í lofið =)
nafnBjarts.jpg

11.7.04

Helga Lára um nafnið mitt

"Bjartur, það verður skrítið þegar hann verður gamall".

Balli langafi

"Þú ert svo mannalegur af ungabarni að vera."

Nonni pabbi Gústafs Bjarna & Emils Gauta þegar hann vissi hvað Bjartur heitir

Bjartur Logason...það verður a.m.k. ekki dimmt hjá honum.

Skírnin mín

Skírnin mín fór fram sunnudaginn 11. júlí 2004 kl 14 að heimili mínu Hjallabraut 23 og presturinn sem skírði mig heitir Bragi.

Skírnarvottar voru Helga amma og Bekka amma.

Það var margt um manninn og tóku veislugestir vel undir í skírnarsöngum og voru rosa duglegir með veislumatinn. Veðrið var ákvaflega gott en pabba var rosalega heitt þegar hann hélt á mér til skírnar =) en það var líka allt í lagi því mér var alla vegana ekki kalt, hafði það rosalega notalegt og svaf vel og lengi þótt ég hafi aðeins kippt mér uppvið að fá vatn á hausinn =)

Henný frænka spilaði undir í skírnarsálminum og einnig undir lok athafnar spilaði hún lag úr Lion King =)

Mömmu dreymdi nafnið mitt, Bjartur, oft þannig að pabbi hélt á mér úti á svölum áður en ég var fæddur og þeim fannst nafnið passa vel á mig í draumnum...og líka þegar ég var kominn í heiminn =) skírnBjartur.jpg

Skírnargjafir
Í skírnargjöf fékk ég:
Hnífapör með galdrakarli, dreka, prinsessu og álfi frá Helgu ömmu og Braga
Bankabók & inneign, krakkaklúbbstaska og sparibauk frá Halli afa, Sæunni "ömmu" og Halli
Inneign frá ömmu og afa
Gosa tréstytta frá Gauta og co.
Snjóbarns póstberi(flytur góðar fréttir um langan veg) frá Emil langaafa
Íþróttagalli, bolur og hálsmen(skór) frá Óðni Braga, Matthildi(kisu) og foreldrum
Krosshálsmen frá langafa og langömmu
Baukur frá Hlín og Jóa
Leikgrind frá mömmuvinkonum
Baðstandur frá Degi og co.
Tónlistardót frá Svölu
Baðmælir, hitamæliskeiðar og naglaklippur frá Snorra og dætrum
Matarsett frá Jóhanni og co.
Föt frá Ara Birni og foreldrum
Barnatalstöðvar frá Möllu og co. & Lilju og co. & Balla langafa
Myndaalbúm frá Gústa og frú

Sængurgjafir
Í sængurgjöf fékk ég:
Bangsann Bjólf og töffaraskyrtu frá Helgu ömmu
Blár kuldagalli frá ömmu og afa
Blátt strákafatasett og grænan froskabaðslopp frá Gauta og co.
Hlýtt teppi og rauða herrapeysu frá Jakobínu langömmu og Árna langafa
Bangann Loft frá Rakel, Sjöfn og fjölskyldu
Barnastól frá Halli afa og Sæunni "ömmu"
Flotta peysu og rauðar buxur frá Hörpu og Guðjóni
Íþróttaskó, peysa, buxur og fíllinn Hjörtur frá mömmuvinkonum
Fótbolti og fórboltagalli frá Kára
Íþróttaföt frá Möllu
Íþróttaföt og smekki frá Berglindi og mömmu hennar
Bangsímongalli, sundskýla, smekkur og hundahandklæði frá Lilju
Gallabuxur og bolur frá Hlín og Jóa
Samfesting frá Guggu og co.
Inneignarnótu í BabySam frá starfsfólki Lækjarskóla þar sem mamma vinnur
Töffaragalla frá Einari og Indu
Snugli burðarpoka, Cheers bol, fótboltagalla og sundskýlu frá Degi og co.
Föt, samfellur og smekkir frá Jóhanni og co.
Bangsímon föt frá Helgu Björt og peysu frá mömmu hennar

10.7.04

Skríður á morgun

Í gær var tekin neyðarstuta þegar kom í ljós hvað ég hafði látið flakka í bleyjuna =)
Það er nú spennandi að sjá hvernig nafnið mitt leggst í fólk á morgun. Það er von á þó nokkrum góðum gestum í skírnina og er ég búinn að vera spenntur í allan dag. Vaknaði eldsnemma með smá uppkasti og mamma og pabbi höfðu einhverjar áhyggjur að ég hefið náð mér í hálsbólguna hans pabba og fóru með mig á Læknavaktina, en það var í fínu lagi með mig að vanda =)
Við kíktum aðeins á Framnesveginn til Gauta og co. þ.s. Hemmý, Dagur og co, Emil langafi, Helga amma voru að kíkja á myndir frá USA ferðinni hjá Emil langafa og Degi og co. Síðan fórum við heim að undirbúa morgundaginn ásamt Bekku & Lilju og allt er nokkuð tilbúið, aðallega eftir að raða upp nokkrum stólum á morgun. "Geisp", jæja, er farinn að dotta og ætla að leggja mig fyrir stórdaginn á morgun =)

6.7.04

Svefnpurkan ég

Í gær kíktu Dagur, Inga, Máni og Sól í heimsókn. Mamma var reyndar að hitta vinkonur sínar og pabbi var ekkert að stressa sig í að kalla hana heim til að taka á móti gestum þar sem ég sá nú alveg um að skemmta þeim. Þau gáfu okkur burðartösku sem ég og pabbi, aðallega pabbi, erum rosa spenntir yfir og var tekin smá prufukeyrsla á hana í gær og kunnum við mjög vel gripinn. Síðan var nú bara góð nótt hjá mér, ég sofnaði á sama tíma og foreldrarnir eitthvað uppúr miðnætti og fór ekki á fætur fyrr en að ganga sjö í morgun, þannig að þetta var fyrsti langi svefninn minn á nótt, en vanalega vanka ég kl. þrjú og sex =)

5.7.04

Helga amma þegar vitað var að það átti að skíra Bjart út í lofið

"Skírður út í loftið, er það þá ekki bara Loftur litli"