Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

23.3.04

Rólegur dagur

Það var nú tekið því heldur betur rólega í dag. Ég og mamma fórum í vinnuna hennar og síðan sótti pabbi okkur að vanda í hádeginu, en hann gerir það oft núna á meðan hann er enn að vinna í nágrenninu. Fórum í bakarí og síðan tókum við mamma góðan fegrunarblund í dag og heldum áfram að taka því rólega í kvöld í svefnsófanum. Pabbi fór að gera hattaskýrsluna og við mamma erum að sofna yfir sjónvarpinu...

20.3.04

Ný upplifun, hiksti

Vissi nú ekki hvaðan á mig stóð veðrið í morgun þegar ég og mamma fórum í bað og það fór bara allt að kippast til. Þetta var stórmerkileg upplifun að kippast svona reglubundið til og ef það hefði ekki verið fyrir foreldrafræðsluna hefði ég ekki haft hugmynd um hvað væri að gerast, en ég hafði heyrt Hrefnu minnast á það að það væri ekkert óeðlilegt að fá hiksta og kippast til inní mömmu. Mamma var líka mjög áhugasöm um þetta, það var að renna úr baðinu þegar þetta gerðist og allt vatnið var löngu farið þegar hikstinn fór og þá loksins hreyfði hún sig. Henni fannst þetta rosalega spennandi, en ég var bara fenginn þegar þetta tók enda.

19.3.04

Þvílík átök

Í foreldranámskeiði á miðvikudaginn fengu mamma og pabbi að sjá 8 fæðingar, og mér líst bara ekkert á þetta. Mamma var ekkert allt of hress með þetta og er nú að leita leiða til að láta pabba fæða mig. Þetta fór nú ekki jafn mikið í pabba, en hann bjóst ekki við neinu góðu. En ég verð bara að haga mér þegar ég kem =)

13.3.04

Svefnsófi...handa mér?

Mamma og pabbi keyptu svefnsófa í gær. Held að hann sé að einhverju leiti ætlaður mér, ef ég skyldi vera með læti þá er hægt að fara með mér þangað á nóttunni. Mig grunar þetta því mamma Gústafs Bjarna og Emils Gauta sagði það við mömmu að það væri gott að annað foreldrið gæti hvílt sig á með hitt sægi um mig....Mér finnst nú bara að allir eigi að sjá um mig og sýna mér athygli...nei, kanski ekki alltaf, það er allt of erfitt að skemmta fólki allan liðlangann daginn.

9.3.04

Allir á leiðinni út í hinn stóra heim

Var ekki annars strákur að fæðast í heiminn. Símon&Ásta áttu strák...það væri nú ekki amarlegt ef ég væri stelpa, þá hefði ég af nógu af velja, Símon&Ásta nýbúin að eiga strák, sem og Palli&Erla, og síðan á seinasta ári áttu Siggi&Linda og Nonni&Berglind...það verður spennandi að sjá þegar ég læt sjá mig =)

8.3.04

Farinn úr mömmu sinni

Vissi ég ekki, þessi sem við hittum um daginn í bollukaffinu er kominn úr heiminn, fór úr mömmu sinni á laugardagsnóttina, og það var strákur, alveg eins og mér datt í hug...verst að ég er ekki eins klár á sjálfum mér. En hann var víst rosa stór, en ég hef ekki enn hitt hann. Það verður nú líka gaman að vita hvað hann á að heita.
Mamma og pabbi eru að verða sammála um nafn á mig hvort sem ég er stelpa eða strákur...það er reyndar ástæða fyrir því að ég "þykist" ekki vita hvaða kyn ég er, því ég vil ekki skemma þetta fyrir mömmu og pabba, þeim finnst svo gaman að spá í báðu. Bekka amma er föst á því að ég sé stelpa, helg að Helga amma segi það líka, þarf að fá babba til að tékka á því.
Í dag fengum við "krílin", ég, mamma og pabbi, sendar 3 gúmmíendur frá Helgu ömmu, pabbi var nýbúinn í baði, en var spenntur að fara að leika sér að þeim. Ég var nú ekki alveg sáttur við það...hélt að þetta væri meira handa mér, en ég ræð litlu....enn!
Mig grunar líka að annað lítið sé á leiðinni í heiminn á austurströndinni, ættum að fá fréttir af því fljótlega.

1.3.04

Hvíld og svo allt á fullt

Farið var í bústað til Svölu um helgina sem var ákvaflega gaman og afslappandi. Ég tók lífinu með ró og hafði það gott í heitum pottum. Pabbi sá um að renna sér í rennibrautinni í sundi, en við mamma voru bara róleg í heitapottinum. Síðan var borðað vel og sofið og farið aftur heim á sunnudeginum. Þá var ég nú heldur betur komin með uppsafnaða orku um kvöldið, og dansaði eins og íslandsmeistari yfir stórmyndinni "Með allt á hreinu".