Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.12.11

Blíða Dagný

Dagný sagði með ofur fallegri röddu:"Þú ert falleg mamma mín".
Mamma (kannast ekki alveg við Skrípóstelpuna í þessum tón):"Ooo... þú líka".
Dagný (með sinni venjulegu, tröllaröddu):" Þú átt að segja TAKK!" (og smá dash af hneykslun líka)
Þannig kannast maður við hana ;o)

20.12.11

Tómatur/túmatur

Mamman ropaði og sagði "afsakið". Dagný var á svæðinu þannig að mamman leiðrétti sig strax og sagði "afSKAÐI".
Þá sagði Dagný:"Af hverju sagðirðu "afskaði, afskaði"?".
Hahaha... hún heyrir ekki muninn :o)

19.12.11

Sindri 1 árs

Það er víst staðreynd að litli drengurinn okkar er orðinn eins árs! Veit ekki hversu oft við höfum staldrað við í dag og hugsað hvort það geti virkilega verið.... En, jú,jú, Sindri stækkar eins og allir hinir og á ógnarhraða!
Við áttum æðislegan afmælisdag með fjölskyldum okkar og yndislegt að njóta þess að vera saman við kertaljós og jólalög, góðan mat og kökur. Svo verður haldið uppá afmælið fyrir vinina á milli jóla og nýárs og þá verður eflaust meira fjör enda stærri barnahópur þar á ferðinni ;o)

7.12.11

DudduDagný

Dagný er nú hætt með snuð loksins. Það hefur gengið vonum framar að fá hana til þess að gefa þetta upp á bátinn... en það hjálpaði henni að eiga yngri bróður sem á líka snuð... það mátti notast við þau þegar fíknin var alveg að fara með hana. Þá tottaði hún í svona hálfa mínútu og sagði svo hæstánægð:"Skoh! Sindra snuddur passa alveg í mig!" Hún kann sko að redda sér þessi stelpa...
En sem betur fer notar hann ekki alveg eins snuð og hún gerði og þess vegna eru þetta SINDRA snuddur, ekki hennar. Og allir sáttir með það ;o)

3.12.11

Ungfrú Dagný Skrípó

Dagný vildi fá að sofna í mömmurúmi og auðvitað var það alveg sjálfsagt. Nema litla skrípóstelpan læðist svo inní sitt herbergi og er að ná sér í bækur til að lesa. Mamman nappar hana og segir henni að það sé ekki í boði að lesa í mömmurúmi núna. Klukkan orðin svoldið margt og skrípóið átti að sofna sem fyrst. Henni var nú samt boðið að lesa í sínu eigin rúmi (mamman alveg viss um að hún myndi afþakka það því mömmurúm er alltaf best) en hún þáði það... Skreið með nokkrar bækur uppí og lét fara vel um sig. Svo heyrist ekki meira í henni það kvöldið og mamman alveg viss um að hún hafi sofnað yfir bókunum.
Svo þegar mamman sjálf ætlaði að skríða uppí rúm fann hún skrípóstelpuna þar, steinsofandi og með bækurnar sínar! Best var að hún sofnaði með eina í fanginu:"Ungfrú Ráðrík"....
Svo var hún spurði útí þetta morguninn eftir:
Mamma:"Dagný af hverju fórstu með bækur í mömmurúm?"
Dagný:"Bara...."
M:"En ég var búin að segja nei."
D:" Já en þú sást mig ekki...."
Gerði greinilega ekki ráð fyrir því að vera nöppuð steinsofandi með sönnunargögnin allt í kring ;o)