Pabbinn sótti stóru krakkana snemma í leikskólann í gær því Hallur afi var búinn að bjóða þeim að koma og skoða leikmyndina af Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Þetta var skemmtileg upplifun. Að fá að standa á sviðinu og labba um og skoða allt saman! Og Hallur afi setti sviðið af stað og þá fannst Sunnu hún vera að detta og riðaði til, þó hún stæði ekki einu sinni á snúningssviðinu hehe. Á morgun förum við svo öll að sjá Kardemommubæinn...nema Dagný. Amma og afi ætla að passa hana á meðan.
Splæst var í nýja úlpu á Bjart um daginn. Mamman fór í bæinn og keypti bláa úlpu á drenginn sinn. Þegar hún kom heim vildi hann ekkert bláa úlpu, heldur rauða! Uppáhaldsliturinn er sko rauður ef það hefur farið framhjá einhverjum... Þannig að úlpunni var skipt og litli maðurinn frekar sáttur! Svo seinna getur Sunna tekið við úlpunni og jafnvel Dagný líka (bjartsýn?). Fyndnast var þó hversu hissa afgreiðsludömurnar voru:,,Vildi hann frekar rauða??" Eins og það væri alveg bannað...Maður er sko ekki Haukamaður fyrir ekki neitt ;o)
Um helgina er Bjarti boðið að fara á rúntinn með Valgeiri og Þyrí. Þau ætla að gefa kannski öndunum brauð ef veðrið verður gott. Litli ástarpungurinn tók andköf af gleði þegar honum var sagt að hann myndi hitta Þyrí. Þvílíkt krútt.
Svo ætlum við að fara í afmæli til Emils Gauta, vinar okkar, í Bjarkarhúsið. Það verður sko stuð. Alltaf nóg að bralla á Hjallabrautinni...
Sjáumst!
Bjartur púlli - Sunna sæta - Dagný dúlla.
19.2.09
Allt sem er rautt, rautt finnst mér vera fallegt...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
það er bjartur tralli sunna trítla dagny trila og sindri trítill
Skrifa ummæli