Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.2.09

Litli Glámur

Þá er einkasonurinn kominn með ný gler. Hann fékk þau núna seinnipartinn og er búinn að vera með nefið í öllu síðan. Byrjaði strax í gleraugnabúðinni að grandskoða og útskýra mynstur og svona fyrir mömmunni og afgreiðslukonunni. Mamman hló að honum en afgreiðsludaman hálfvorkenndi honum. Greyið- loksins sá hann almennilega. Ekki nóg með að gömlu glerin voru orðin svo rispuð þá voru þau heilum einum of dauf fyrir hann. Núna er hann sko flottastur, annað augað aðeins stærra bakvið glerið en hitt.
Sunna er ekki enn farin til augnlæknisins. Við förum í það ævintýri á fimmtudaginn. Smá stress í gangi varðandi það... Við vorum svo viss um að Bjartur þyrfti ekki gleraugu. Fórum eiginlega bara með hann til augnlæknis uppá grínið. Af því að hann skáskaut augunum í 3oghálfs árs skoðun. Þannig að í þetta skiptið búum við okkur undir að litla trýnið þurfi kannski bara gleraugu... vonandi ekki samt. Kannski hégómalegt að segja svona og margt verra en að þurfta gleraugu, en þetta er samt smá mál fyrir svona litla krakka.

Loginn setti inn nýjar myndir. Í nýtt albúm merkt 2009 hér til hliðar. Endilega tékkið á þeim. Makalaust hvað þau stækka hratt!

Engin ummæli: