Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.11.04

Brjálað að gera hjá mér

Halló allir! Það er sko búið að vera mikið að gera hjá mér núna- hef varla tíma til að skrifa hingað inn.... Síðustu helgi fórum við foreldrar mínir á Myrka daga á Seyðis. Ég fór nú ekki á einn einasta atburð heldur hafði það bara gott hjá Helgu ömmu á meðan mamma og pabbi fóru í draugagöngu og á ball og svoleiðis. Núna er svo bara strax aftur að koma helgi og við verðum heldur ekki heima þá! Ég er að fara í bústað með Óðni Braga vini mínum. Við fáum reyndar bara að vera eina nótt og svo verðum við sendir aftur í bæinn í pössun. Ég er bara nokkuð spenntur fyrir því líka. Afi er alltaf svo góður við mig og sé ég fram á ís-sólarhring (slurb). Ég er svo spenntur fyrir því að vera í pössun hjá ömmu og afa að ég er alltaf að æfa mig að segja afi. Er ekki alveg búinn að ná því en það skilst alveg, það er svona:,,avvva". Afi er líka spenntur og vill fá mig strax í pössun- finnst alveg ómögulegt að þvæla mér svona fram og til baka- en ætli það verði nokkuð látið eftir honum.... Að lokum vil ég þakka Möllu ömmusystur minni að ná mömmu fram úr rúminu í morgun- ég var sjálfur búinn að reyna... Á endanum sofnaði ég sjálfur og Malla ömmusyss vakti okkur klukkan ellefu!!! Djísús!!

15.11.04

Annasöm helgi

Jæja, þá er enn ein helgin liðin! Það var sko mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni um helgina. Á föstudaginn fórum við í Ædol-partý til Lilju ömmusystur (hehehe gamla konan er 31 árs) og Tóta og Svölu. Mér finnst alltaf gaman að fara þangað þar sem eru krakkar en ég var nú ekki neitt spes hrifinn af nafna mínum, honum Lubba páfagauk! Held ég hafi náð mér í fuglafóbíu.... Ég er svo mikið "ljónshjarta" að mér bregður svo svakalega þegar hann byrjar að fljúga um. Á laugardaginn fengu ma&pa matargesti- skötuhjúin Hörpu&Guðjón. Þau þurfa alltaf að hittast reglulega og spila Catan. Ég svaf bara á mínu græna á meðan þau spiluðu.... Svo í gær, sunnudaginn, fékk gamla settið aftur matargesti! Pabbi eldaði voða gott læri fyrir Magna, félaga minn, og Eyrúnu kærustuna hans. Þau gáfu mér pakka- rosa gæjaleg föt. Mér fannst það svakalega sætt af þeim. Magni var líka svo duglegur að leika við mig- held að hann væri alveg til í að eiga svona strák eins og mig ;o) Mér finnst hann líka rosa flottur- hann er hljómsveitagæi og með alveg eins hár og ég! Svo fékk ég loksins pabba til að setja inn myndir í gærkvöldi. Þær eru auðvitað í myndaalbúminu mínu ef þið viljið kíkja;o)

7.11.04

Fékk sprautu í gær :o(

Ég fór í 5 mánaða skoðun í gær og fékk sprautu í litla lærið mitt :o( Mér brá svoldið þegar ég fékk stunguna en jafnaði mig nú fljótt. Hjúkkunum fannst ég svaka flottur strákur og ma&pa voru voða, voða montin. Þær voru svo hrifnar af því hvað ég er orðinn duglegur að sitja bara 5 mánaða gamall! Þegar við vorum búin í skoðun skutlaði pabbi okkur mömmu til Bekku ömmu- hún var lasin og mér fannst ég verða að fara og reyna að hressa hana aðeins við. Það er eiginlega mitt hlutverk sem eina barnabarnið. Það tókst líka vel, ömmu finnst ég svo mikið æði;o) Á meðan við mamma vorum hjá ömmu fór pabbi að kaupa jólagjöfina hennar mömmu. Híhíhí- hún er svooo forvitin að hún er að fara yfirum! En ég má ekki segja neitt! (Held að hún lesi nefnilega þessa síðu). Hún verður bara að bíða "í meira en HEILAN mánuð" eins og hún segir. Hehehehe þetta er svo spennó.....

2.11.04

Fyrsta sundferðin

Í dag fór ég í fyrsta tímann minn í ungbarnasundi. Það var heilmikið stuð. Við mættum ásamt fullt af börnum og foreldrum þeirra inní hitametta innilaugina í suðurbænum. Pabbi skaust í sturtu og kom svo og fór með mig ofan í laugina á meðan mamma gerði sig klára í slaginn. Ég var nú ekki alveg sáttur við hin börnin, þau voru öðru hverju eitthvað að grenja og ég verð nú að taka þátt með samúðargráti. En annars kunni ég bara vel við mig. Sundkennarinn kom og skvetti vatni framan í mig og ég var nú ekki par sáttur og sýndi honum það með smá skeifu, en það hafði nú lítil áhrif á hann. Sagði bara að ég væri duglegur. Nú bíð ég bara spenntur eftir næsta tíma eftir viku =)