Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

30.4.12

Hér er býr, um bú, frá bú, til býr?

Systurnar að rökræða:
Dagný:"Komdu Kúbolla."
Sunna:"Það er ekki "Kúbolla" heldur "Búkolla"."
D:"Neijj!" Hún er ekki "BÚ" heldur KÚ!"
Eeeeee..... já en.....

26.4.12

Stálminni...

Bjartur getur oft tekið sér sinn tíma í að koma sér í háttinn... og þegar hann er kominn uppí rúm þarf hann alltaf, alltaf að ræða einhver mikilvæg málefni.
Eitt sinn var það um skólaferð sem hann fór til Reykjavíkur þann daginn. Svo kom lýsingin:"Sko mamma. Við fórum að skoða þarna húsið sem er svona svoldið langt og hvítt. Með grasi fyrir framan og svona steinveggjum.... Ég tók einu sinni mynd af skónum mínum fyrir framan þetta hús... Svo las ég "StjÖrnuráðið" og fannst það ótrúlega flott! Svo komum við í skólann og ég var að skoða "Komdu og skoðaðu" bókina mína og sá mynd af þessu húsi og þá sá ég að þetta hús heitir ekki StjÖrnuráð, heldur Stjórnarráðið hahahaha..."
By the way... þessi mynd sem krakkinn er að tala um var tekin 2007! Þá var okkar maður nýorðinn 3 ára!!!
Hér er myndin sem hann tók og hér er gáfnastrumpurinn við vegginn fyrir framan StjÓrnarráðið.... ;o)

Algjört ves að vera með svona klær....

Dagný:"Mamma viltu klóra mér þarna? (bendir á hælinn á sér) Ég meiði mig bara því ég er með svo beittar klær."

sum orð eru bara svo erfið...

ojbastara = ojbarasta

24.4.12

Er löggan ekki bara til í ævintýrabókum??

Við matarborðið:
Mamman dýfir frönskum ofan í sósupottinn.
Dagný segir: "Þetta má ekki."
Mamma:"Hvað?"
D:"setja franskar ofan í pottinn."
M:"Jú."
D:"Nei. LÖGGAN segir það!"
Mamman hneyksluð:"Löggan??"
Dagný ennþá hneykslaðri:"Já! Það eru sko til löggur!"

23.4.12

Herra... frú.. fröken?

Dagný og Sunna fengu að heimsækja vinkonu sína eftir leikskóla. Svo þegar þær voru sóttar og voru að kveðja segir mamman:"Bless, og hvað segiði svo?"
Dagný sagði:"Takk fyrir mig, fröken Fix!" ....við pabba vinkonunnar...

rólegan æsing...

Dagný er oft með skrípalæti við matarborðið... dansar og dillar sér þegar hún á að sitja og borða. Mamman bað hana eitt skiptið að vinsamlegast setjast niður og byrja að borða.
Þá gaf Dagný mömmunni olnbogaskot og sagði hlæjandi:"stilltu þig maður!"

Brosandi hné

Dagný meiddi sig í hnénu og var lengi illt. Mamman spurði hana svo daginn eftir: "Hvernig er hnéð?"
Dagný svarar glettin:"Baaaara. Með bros á vör!"

11.4.12

Óviðeigandi orð...

Dagný var með einhverja ofurkrútt stæla. Mamma segir: "Komdu hérna rassgatið þitt!"
Þá segir skrípóið með lágri röddu - já lágri, og svona biðjandi: "Æ, mamma. Nennirðu ekki að kalla mig þetta?"
Þá vitum við það. Dagný vill ekki vera rassgat. Enda ekki skrítið þegar maður svona pælir í því... Hún er hinsvegar ofurstolt af því að vera "skrípókerling" því eins og hún segir sjálf: "Ég er SVO skemmtileg!"