Nú strax fyrsta í aðventu byrjar fjörið og hættir ekki fyrr en á nýju ári barasta! Það er engin smá dagskrá framundan hjá fjölskyldunni.... varla tími til að skreyta í rólegheitum en við ætlum nú að setja okkur það markmið að reyna að anda rólega fram að jólum.
Næsta laugardag syngur Bjartur ásamt álfunum á Víðivöllum niðrá smábátahöfn þegar kveikt verður á jólatrénu.
Svo daginn eftir förum við Bjartur með Lilju og Svölu að sjá Söngvaseið. Ekki nóg með það... þá er Hallur afi er búinn að gefa okkur miða á 3 sýningar í leikhúsið! Við förum að sjá Sindra silfurfisk, Maríuhænuna og Leitin að jólunum. Geri aðrir betur hehehe.
Einhvers staðar á milli leiksýninga á að baka, skreyta, pakka inn gjöfum, fara í jólamat, á jólatónleika, fara í jólaþorpið, hitta góða vini, skrifa jólakort, pabbinn að spila og mamman að túttast með vinkonum, kaupa jólatré snemma því strax eftir jólin heldur fjörið áfram á Seyðis! Þar verða önnur jól því það á ekki að senda neina pakka á milli með pósti... bara afhenda þá í eigin persónu. Svo er brúðkaup og áramót!!!
Það verður forvitnilegt að vita hvort þetta standist allt saman ;0) Læt ykkur vita hvernig gengur hehehehe...
25.11.09
Mikið að gera
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli