Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

9.11.09

Áframhaldandi veikindi

Dagný tók við veikindunum af Bjarti... varð bara miklu veikari. Var með 40 stiga hita í þrjá daga. Svo alltíeinu jafnaði hún sig og er aftur orðin hún sjálf. Brosandi og skemmtileg.
Mamman á bænum tók svo við. En bara í 2 daga. Með eyrnabólgu eins og krakkaskítur og hálsbólgu dauðans! Sem betur fer er hún þó að skríða saman núna enda enginn tími fyrir svona vitleysu. Alltaf nóg að gera hér á bæ.
Sunna og pabbinn eru þó eftir í þessari veikindahrinu en vonandi sleppa þau. Mímir (jurtate úr jurtaapótekinu) er orðinn besti vinur okkar hérna og heldur í okkur lífinu.

Í gær var víst feðradagurinn. Hann fór nokkurnveginn framhjá okkur í þessum veikindum. Við náðum þó að elda góðan mat og hafa sjeik í eftirrétt. Krakkarnir þurftu bæði að hringja svo í afa og bjóða honum í morgunmat á leikskólann í tilefni af feðradeginum. Og samt var búið að nefna það nokkrum sinnum við hann áður sko... Ef hann hefði svo endað á að klikka á að mæta hefðum við haldið að það væri bara eitthvað að hausnum hans! hehehehe Nei, nei hann mætti sko hress hingað í morgun og labbaði með liðinu útá leikskóla (pabba var auðvitað líka boðið í morgunmatinn). Dagný og mamman vinkuðu af svölunum eins og vanalega. Það kemur að okkur seinna þegar mæðradagurinn er. Þá er okkur boðið í morgunmat ásamt ömmu.

Engin ummæli: