Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

6.6.05

Eins árs

Þá er liðið eitt ár síðan ég kom í heiminn. Mömmu og pabba finnst það hafa verið fyrir nokkrum vikum sem ég mætti á staðinn. En mér finnst nú bara heilmikið búið að gerast á þessu ári, en gamla settið man nú bara svo lítið =) Viku fyrir afmælið mitt var haldin veisla heima hjá mér í Hafnarfirðinum þar sem mætti fullt af fólki og ég skildi ekkert í því hvað var í gangi heima hjá mér. Við erum komin í sveitina á Seyðis og finnst mér alveg rosa gaman hérna núna, engin tanntaka að trufla mig og ég kannast nú við pleisið og fólkið frá því um páskana. Hér var haldin afmælisveisla á Múlaveginum í gær. Það var heilmikið stuð og Ari Björn vinur minn mætti og við lékum okkur heilmikið( og rifumst smá ). Pabbi tók fram gamlan fjarstýrðan bíl sem okkur Ara Birni leist ekkert á. Pabbi var að hrekkja mig með því að setja hann af stað þegar ég var að skoða hann. Síðan fékk Sól að prófa að keyra hann og keyrði beint á Ara Björn, þá leist honum ekkert lengur á þetta tryllitæki sem óð um gólfin. Myndir úr báðum veislunum má finna á myndasíðunni minni.

Engin ummæli: