Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.5.05

Afmæli og sumarfrí

Þá er ég búinn að bjóða fólki í fyrsta afmælið mitt! Svo líður bara vika og þá á ég annað afmæli, hehe. Heppinn ég! Ætli ég verði nokkuð búinn að læra að ganga fyrir afmælið- hugsa ekki. Ég þarf alltaf að vera að flýta mér svo mikið að bumban fer alltaf á undan öllu hinu og þá missi ég jafnvægið og dett. Það finnst mér voða fyndið og skemmtilegt að ég held bara áfram að gera þetta svona... Svo bólar nú ekkert á öðrum tönnum... Reyndar sést móta fyrir einni efri tönn en ég er að spara þær og tími ekki að poppa þeim út strax.
Bráðum fer pabbi í sumarfrí í vinnunni og þá brunum við til Seyðis því ég á svo flottan pabba sem er í hljómsveit sem heitir Kóngulóarbandið og hann er að fara að spila á tónleikum með vinum sínum á Eskifirði. Vonandi fæ ég að sjá hann spila aðeins að deginum til- en svo fer ég í pössun til Helgömmu því mamma vill líka horfa á pabba spila um kvöldið. Þegar við erum búin að vera á Seyðis í nokkra daga (vonandi sem lengst fyrir mig og Helgömmu) förum við aftur heim og fögnum 17. júní og brunum svo í bústað með afa og ömmu, Balla og Valgeiri. Svo eigum við von á fullt af gestum í bústaðinn: Frænkur mínar Matthildur og Anna eru búnar að lofa að koma;o) og vonandi kíkja líka Gústaf Bjarni og Emil Gauti á mig og Baldvin Hrafn og Þorbergur Níels- það er nú ekki langt að keyra þetta;o) segir mamma.
Jæja, það eru komnar nýjar Hvítasunnumyndir í albúmið mitt- það er aldeilis að fólkið tók við sér með myndavélina!

Engin ummæli: