Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.2.05

Fullt af afmælum

Nú er aaaalveg að koma mars og þá verða vinir mínir, Óðinn Bragi og Ari Björn, eins árs! Við mamma og pabbi förum kannski á eftir að kaupa handa þeim afmælisgjöf og þá ætla ég sko að fá að velja! Það verður að vera eitthvað flott dót handa svona stórum strákum.
Valgeir, frændi minn, varð 16 ára um helgina. Mér var boðið í afmæli til hans á laugardaginn. Það var alveg rosalega gaman- ég svaf eiginlega allan tímann af því að það var kvöld þegar afmælið var. Ég var svolítið þreyttur líka því mamma og pabbi drösluðust með mig allan daginn niður og upp Laugaveginn og inn og úr úr búðum. Reyndar var ég bara í mestu makindum í vagninum mínum og gat fylgst svona aðeins með mannlífinu.... Svo á sunnudaginn fór gamla settið með mig í Háskóla Íslands. Það var sko verið að þvæla manni um allt þessa helgi. Pabba finnst hann eitthvað eiga eftir að læra...og mömmu reyndar líka þannig að þau voru að kynna sér aðeins málið. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af háskóla á næstunni- kemst vonandi einhverstaðar að hjá dagmömmu næsta haust! Mamma fær að hafa áhyggjur af því fyrir mig- ég brosi bara áhyggjulaus allan daginn, alla daga!;o) Þannig á það að vera þegar maður er að verða níu mánaða.
Jæjajá! Það eru annars nýjar myndir í myndaalbúminu mínu og mörg laus pláss í gestabókinni:O) Sjáumst!

Engin ummæli: