Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

22.2.05

Bjartur uppistandari

Jæja, það er nú meira hvað maður er lélegur að skrifa fréttir! Það er alltaf svo mikið að gera. Ég er orðinn rosalega duglegur að standa upp við hluti og labba með.... aðeins erfiðara að fara niður aftur. Ég er samt alltaf að æfa mig og titra alveg í hnjánum þegar ég er að vanda mig að fara niður- svo ég skelli ekki bara í gólfið. Hef nefnilega dottið ansi oft og safnað marblettum. En ég er búinn að læra að fara varlega núna.
Mamma er að fara með mig að heimsækja gamla fólkið á eftir- svo kíkjum við kannski í heimsókn til Emils Gauta vinar míns. Mér finnst hann svo skemmtilegur. Hann getur nefnilega labbað um allt og leikið sér svo flott. Hann kom í heimsókn um daginn og ég elti hann út um allt í göngugrindinni minni nema þegar hann fór inní herbergið mitt- yfir þröskuld- þá gat ég ekki elt hann lengur og fór þá alltaf að gráta. Þá kom mamma hans Emils Gauta og hélt að hann væri kannski að meiða mig!! Þessar mömmur fatta aldrei neitt...kveiktu reyndar loksins á perunni en þá var það orðið of seint og Emil Gauti fór að lúlla í vagninum mínum.
Það fylgja engar myndir með núna...koma vonandi um næstu helgi þegar pabbi er búinn að skrifa við þær... kannski mamma geri það frekar... held að hún sé fljótari;o)

Engin ummæli: