Í gær vöknuðum við pabbi og leyfðum mömmu að sofa því hún er svo mikil svefnpurka... Við fórum í göngutúr í bakarí og keyptum bakkelsi. Svo þegar við feðgarnir komum heim var ég orðinn svo þreyttur og vildi bara fara út að lúlla í vagninum mínum. Ég fékk það auðvitað og um leið og ég var kominn út vakti pabbi mömmu. Hún var voða glöð að fá svona fínan morgunmat. Þegar ég vaknaði aftur fórum við fjölskyldan í Smáralindina til að kaupa dót handa mér! Það var gaman að fá glænýtt dót! Ég er orðinn svoldið leiður á gamla draslinu sem er alltaf í dótakassanum mínum. En ég fékk ekki að leika með það þegar við komum heim- ég var aftur orðinn svo þreyttur og fór út í vagn. Það er nú meira hvað maður getur sofið! Rosalega var gaman þegar ég vaknaði. Þá lék ég mér heillengi með nýja dótið. Svo fékk ég líka að prófa göngugrindina sem Emil Gauti og Gústaf Bjarni lánuðu mér. Ég er voða fyndinn í henni því ég verð svo montinn að geta flakkað svona um.... fer líka svakalega hratt, þó ég segi sjálfur frá! Þegar ég er í göngugrindinni opnast líka ótal nýir tætumöguleikar og sjóndeildarhringurinn stækkar! Allt það sem ég næ ekki í þegar ég er á maganum er sko nó problem í grindinni! Verst hvað mamma og pabbi eru fljót að átta sig á þessu og eru svo snögg að fjarlægja allt sem mér finnst svo spennandi. En eitt geta þau ekki fjarlægt svo auðveldlega! Það er videoið, dvd spilarinn og sjónvarpið! Ég hlæ bara að þeim þegar þau segja ó-ó þegar ég nálgast það!
Jæja, kæru félagar. Verð víst að ljúka þessu núna...en áður en ég fer: Pabbi var að setja glænýjar myndir í myndaalbúmið mitt. Sjáumst!!
17.1.05
Nýtt dót
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli