Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.1.05

Bjartur í sumarhúsi í afmæli

Um síðustu helgi skelltum við mamma okkur í bústað - pabbi kom svo til okkar á laugardeginum og var eina nótt. Ég var nú farinn að sakna hans voða mikið og var alveg rosalega glaður að sjá hann þegar hann kom. Lilja, Tóti og Svala eiga bústaðinn sem við fórum í og það var sko æðislegt að leika við Svölu alla helgina! Mér finnst svo gaman að fylgjast með henni því hún kann að syngja svo mörg lög og hoppar og skoppar út um allt. Lilja ömmusyss varð 32 ára á laugardaginn og þá var heldur betur gaman. Malla, hin ömmusystir mín, og Þröstur, maðurinn hennar, komu á snjósleða í afmæliskaffið. Þegar allir voru búnir að borða passaði Malla ömmusyss mig á meðan liðið fór út að prófa sleðann og láta draga sig á slöngu og prófa fjarstýrðan bensínbíl. Ég var voða stilltur og rólegur hjá henni Möllu minni- enda svo prúður drengur. Hún setti mig í vagninn minn og ég bara fór að sofa eins og til var ætlast ;o)
Um kvöldið kom svo alveg nýtt fólk sem ég hef aldrei séð.... enda var ég með varann á. En það leið nú ekki á löngu þar til ég var sko búinn að heilla þau öll upp úr skónum og þeim fannst ég svoooo sætur drengur og bara algjört æði! Mömmu og pabba fannst nú ekki leiðinlegt að heyra það og voru að springa úr monti af gullmolanum sínum.
Á sunnudaginn fannst ís-afa ekki nógu gott hvað það var langt síðan við höfðum hist svo hann hringdi í mömmu mína og pantaði mig í heimsókn. Svo við brunuðum í bæinn og beint á Vellina til hans afa. Ég var alveg í essinu mínu þar og sýndi hvað ég er skemmtilegur. Reyndar leist mér ekkert á lætin í liðinu yfir einhverjum handboltaleik!! Það sem fullorðnir geta öskrað hátt!! Maður fer alveg í kleinu þegar manni bregður svona! Loksins komum við svo heim til okkar rétt fyrir kvöldmat og þá gat ég leikið með dótið mitt sem ég var ekki búinn að leika með alla helgina. Auðvitað voru svo teknar fullt af myndum af mér í bústaðnum- þær ættu að koma á næstu dögum...

Engin ummæli: