Ég hef ákveðið að ég vil ekki fara að sofa á kvöldin, og reyndar á daginn líka. Það er bara svo gaman að vera vakandi að mig langar ekki að fara að sofa. Þótt ég sé þreyttur og mér finnist rosa gott að sofa með sængina mína þá verður maður bara að vera með smá mótþróa. Þannig að þessa dagana fer ég ekki í rúmið án þess að láta heyra í mér í smá tíma =)
Í dag fór ég í fyrstu strætóferðina mína. Mamma og pabbi fóru með mig í Kópavoginn að hitta Svölu&Lilju. Þær voru nú reyndar ekki heima þegar við komum þannig að við fórum í enn lengri göngutúr um Smárann. Fórum í Hagkaup og stóri krakkinn ég fékk að sitja uppréttur í vagninum mínum og ég hafði mest lítinn tíma til að gera annað en að fylgast með öllu sem fyrir augu bar. Þarna var nú aðallega gamalt fólk á aldur við foreldra mína og enn eldra, en lítið af jafnöldrum mínum. Held að þeir eldri hafi sett þau í geymslu í Latabíó en mamma vildi ekki skilja mig eftir þar, bæði er ég of lítill og þá hefði ekki verið hægt að ná pabba þaðan út því það var verið að sýna teiknimynd.
Nú styttist í að ég fer með fjölskylduna austur að hitta Ara Björn og Helgu ömmu...og alla hina líka, en það er bara fullt af fólki þarna fyrir austan sem ég þarf að hitta og ætla að draga foreldra mína með. Þau hafa gott af því, ég setti pabba í frí í vinnunni og mamma er enn í fríi, annars væri hún hvort eð er komin í verkfall =) Þannig að á miðvikudaginn fer ég í fyrstu flugvélina mína, því ég á þessa flugvél =)
19.9.04
Vil ekki fara að sofa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli