Fjölskyldan fór í fyrsta skiptið saman í flugvél í seinustu viku og var stefnan tekin austur á land til Helgu ömmu á Múlaveginum á Seyðisfirði. Við komum í hellidembu austur en veðrið batnaði strax næsta dag. Fyrir austan hittum við fullt af fólki þótt við gerðum nú mest lítið nema hafa það notalegt hjá henni Helgu ömmu sem stjanaði við okkur og hafði ég það alveg sérstaklega gott hjá henni. Alltaf þegar hún hélt á mér og labbaði með mig fór ég í fullkomna afslöppun =)
Ég hitti Ara Björn aftur eftir nokkurra mánaða hlé, og nú var ekki sami risamunurinn á okkur og var þegar við hittum síðast =)
Eftir nokkrurra daga dvöl í "sveita"-sælunni var hoppað aftur uppí flugvél og allir kvaddir. Emil langafi var duglegur að mynda mig og er von á myndum frá honum bráðlega hingað inn. Foreldrar mínir voru svo stressaðir yfir einhverjum smágrát daginn sem við fórum austur að þeir gleymdu ýmsu og þar á meðal myndavélinni þannig að við fengum aðra til að sjá um það fyrir austan. Þetta var nú ekki langt stopp hjá okkur, enda var pabbi bara að klára sumarfrí, en ég var rétt farinn að þekkja fólkið þegar við fórum, þannig að nú þarf bara að hitta fólkið fyrir austan sem fyrst aftur =)
28.9.04
Frí hjá Helgu Ömmu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli