Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

10.7.04

Skríður á morgun

Í gær var tekin neyðarstuta þegar kom í ljós hvað ég hafði látið flakka í bleyjuna =)
Það er nú spennandi að sjá hvernig nafnið mitt leggst í fólk á morgun. Það er von á þó nokkrum góðum gestum í skírnina og er ég búinn að vera spenntur í allan dag. Vaknaði eldsnemma með smá uppkasti og mamma og pabbi höfðu einhverjar áhyggjur að ég hefið náð mér í hálsbólguna hans pabba og fóru með mig á Læknavaktina, en það var í fínu lagi með mig að vanda =)
Við kíktum aðeins á Framnesveginn til Gauta og co. þ.s. Hemmý, Dagur og co, Emil langafi, Helga amma voru að kíkja á myndir frá USA ferðinni hjá Emil langafa og Degi og co. Síðan fórum við heim að undirbúa morgundaginn ásamt Bekku & Lilju og allt er nokkuð tilbúið, aðallega eftir að raða upp nokkrum stólum á morgun. "Geisp", jæja, er farinn að dotta og ætla að leggja mig fyrir stórdaginn á morgun =)

Engin ummæli: