Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

26.4.12

Stálminni...

Bjartur getur oft tekið sér sinn tíma í að koma sér í háttinn... og þegar hann er kominn uppí rúm þarf hann alltaf, alltaf að ræða einhver mikilvæg málefni.
Eitt sinn var það um skólaferð sem hann fór til Reykjavíkur þann daginn. Svo kom lýsingin:"Sko mamma. Við fórum að skoða þarna húsið sem er svona svoldið langt og hvítt. Með grasi fyrir framan og svona steinveggjum.... Ég tók einu sinni mynd af skónum mínum fyrir framan þetta hús... Svo las ég "StjÖrnuráðið" og fannst það ótrúlega flott! Svo komum við í skólann og ég var að skoða "Komdu og skoðaðu" bókina mína og sá mynd af þessu húsi og þá sá ég að þetta hús heitir ekki StjÖrnuráð, heldur Stjórnarráðið hahahaha..."
By the way... þessi mynd sem krakkinn er að tala um var tekin 2007! Þá var okkar maður nýorðinn 3 ára!!!
Hér er myndin sem hann tók og hér er gáfnastrumpurinn við vegginn fyrir framan StjÓrnarráðið.... ;o)

Engin ummæli: