Bjartur vildi meina að þegar tunglið væri eins og banani í laginu væri það vegna þess að sólin skín ekki á allt tunglið... sem er svo sem rétt, en þegar mamma hans sagði að það væri vegna þess að jörðin skyggði á hinn helminginn var hann ekki alveg að kaupa það.
Leitað var til pabbans í þessu máli og hann spurður út í þetta. Hann bakkaði mömmuna upp; jú, tunglið er ekki fullt vegna þess að sólin skín á jörðina og þá kemur skuggi á tunglið....
"Nei." segir Bjartur.
"Jú". segja mamman og pabbinn.
"Nei" segir Bjartur aftur.
Pabbinn segir: "Bjartur þú ert svo mikill besserwisser. Það þýðir að þú þykist alltaf vita allt".
"Ég veit! HAHAHAHAHAHA...... " sagði þá okkar maður.... stundum hefur maður ekkert í þetta barn!
29.11.11
Beturviti
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli