Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

26.8.11

Sindri stendur

Eitthvað er okkar maður að flýta sér að stækka þessa dagana. Farinn að standa upp hér og þar við mikinn fögnuð stóru krakkanna. Svo vantar bara herslumuninn að skríða á fjórum. Því að silast eitthvað áfram á fjórum fótum þegar maður þarf sko að flýta sér á eftir krakkahópnum og það virkar svona fínt að skjótast eins og eðla á maganum á eftir þeim? Nei, maður er ekkert að gera neitt í rólegheitum þegar liðið er heima...
Flottast finnst Bjarti þegar Sindri kemur skríðandi eins og hermaður í leyni og dregur svo undir sig lappirnar og sest svo upp. "Mamma! SÁSTU þetta?!", segir hann í hvert e i n a s t a skipti, alltaf jafn stoltur.

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Hann er að flýta sér þessi. Stóð upp áðan við holsófann og næst þegar ég leit á hann var hann kominn yfir á borðið =)