Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

14.1.10

Eftir jól

Jæja, það er óhætt að segja að þessi síða hafi verið í ansi löngu jólafríi..
Seinni hluti desembermánaðar var vægast sagt annasamur! Brjálað að gera og jólagjöfum, útskriftargjöfum, brúðargjöf og skírnargjöf reddað korteri í jól, jólagrauturinn fékk að malla allan þorláksmessudag og síðustu gjöfum pakkað inn á sjálfan aðfangadag! Hehehehe, já þessi jólin var allt á síðustu stundu... en þau komu nú samt. Þó að húsmóðirin hafi ekki einu sinni haft tíma til að skúra gólfin eða þvo gluggana ;0)

Strax eftir jólin var flogið austur á Seyðis þar sem hver einasti dagur var skipulagður í þaula. Það fyrsta á dagskrá alla daga var að slappa af... og við gerðum það svo sannarlega.... svona eins og maður getur með þrjá krakkaorma ;o)

Við komum svo heim 3. jan. og þann 4. jan gerðist hið óumflýjanlega: Mamman fór aftur að vinna! Smá hnútur búinn að vera í maganum yfir þessu, en auðvitað var æðislegt að hitta vinnufélagana aftur og móttökurnar voru ekki slæmar.
Dagný er svo búin að vera í aðlögun á ungadeild og gengur bara rosalega vel. Stóru krökkunum finnst þetta svo spennandi að hvern morgun núna fer hele familien með Dagnýju á leikskólann þar sem hún er knúsuð og kysst í klessu í fataklefanum áður en haldið er áfram á næstu deild. Já, það er hægt að segja að litla daman fái konunglega fylgd á leikskólann hehehe. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir okkur mæðgur... en líka æðislega gaman (svo gaman að brjóta saman þvottinn á kvöldin núna- því það er eini tíminn sem gefst hehe).

Svo eru komnar nýjar myndir af jólunum... í myndaalbúminu auðvitað ;o)

Engin ummæli: