Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

17.8.09

Bjartur að horfa á So you think you can dance.

Pælir mikið í því af hverju dómararnir og keppendur eru ekki alltaf í sömu fötunum...
Bjartur: Af hverju eru þau alltaf í nýjum fötum?
Mamma: Af því þau skipta alltaf um föt. Þetta eru eins og búningar.
B: Já en dómararnir eru líka oft í nýjum fötum.
M: Já. Þetta er ekki allt sama kvöldið. Þau skipta um föt af því að það er kominn annar dagur.
B: En Dóra (landkönnuður) er ALLTAF í sömu fötunum. Samt kemur nýr dagur hjá henni....

Ekki alveg að kveikja á því að Dóra er teiknimynd. En sýnir tilbreytingarleysið í Dóru sem er sko ekki í uppáhaldi hjá foreldrunum!
(ágúst 2009)

Engin ummæli: