Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

29.6.09

Jæja, ætli maður reyni ekki að skrifa hér nokkrar línur...

Það er greinilega annatími núna. Við erum alltaf á einhverju flakki þessa dagana svo maður hefur engan tíma til að blogga, hvað þá að henda inn myndum. Allnokkrir búnir að rukka um þessi atriði og við skulum sjá til hvað við getum gert í þessu;o)

Sunna hefur stækkað ansi mikið undanfarnar vikur. Hún fór loksins í rör og nefkirtlatöku. Þvílíkur munur á einu barni! Hún er allt önnur: Hætt að vera með þetta endalausa, eiturgræna hor, farin að sofa án þess að hrjóta, með betri matarlyst og aftur farin að tala skýrt því hún heyrir núna miklu betur. Svo er hún líka orðin Bangsastelpa. Byrjuð á Bangsadeild eins og stóri bróðir og auðvitað fullorðnast maður heilmikið við það að skipta yfir á stórukrakkadeild...

Dagný er loksins komin með tönn. Hún er reyndar frekar snemma í því miðað við eldri systkini sín. Versta er að hún vill endilega vera að prófa þessa einu tönn svoldið þegar hún er að drekka hjá mömmu sinni...

Bjartur er allaf við það sama: Eeeeendalaust að spekingast og spyr og spyr illsvaranlegra spurninga... Hann heldur manni við efnið drengurinn....

Annars erum við búin að gera ansi mikið af því að keyra austur fyrir fjall. Höfum farið í bústaði og haft það gott í góðra vina hópi. Það eru til myndir af því einhvers staðar. Ætli þær komi ekki inn á myndasíðuna með haustinu bara ;o) Svona miðað við að við erum hvergi nærri hætt að flakka....

2 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Og ekki gleyma að prinsinn á heimilinu er orðinn 5 ára. Myndir frá veislunni & afmælisdeginum ;)

Ari og Hugi sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Bjartur. Þú hefur átt skemmtilegan dag. Ma&pa eru ekkert smá myndaleg í kökubakstrinum.
Nú fer að styttast í að þið komið í ferðalagið ykkar hingað á Seyðis - Hlökkum til hitta ykkur og gera eitthvað skemmtilegt saman

Kveðja,
Fjölsk. Dalbakkanum
Símon, Ásta, Ari Björn og Hugi Rafn