Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

9.3.09

Og við höldum áfram að horfa...

...á Mama mia. Sunna er enn heima og komin á sýklalyf. Hún er nú öll að hressast og fer á leikskólann á morgun. Alveg magnað hversu mikið slím og hor getur komið úr svona litlum kroppi.... Hún er rosalega dugleg að snýta og taka inn lyfin sín... snýta Dagnýju svoldið og strjúka...breiða yfir hana teppi og gefa henni dudduna eða dót og lesa fyrir hana. Læknirinn sagði okkur að reyna að halda þeim í sundur... það er varla hægt, það er svo mikil systraást í gangi. Við þorum ekki að fara að banna henni að koma nálægt systur sinni því hún hefur alltaf verið svo góð við hana. Viljum ekki vera að skemma það. Litlu kerlingarnar... ;o)

Aðalmaðurinn á heimilinu er duglegur að semja sínar reglur núna... Hann vill að við segjum núna alltaf já við hann... Þó við meinum nei. Af hverju? Jú, við segjum svo oft nei að við erum alveg búin að rugla hann í hausnum! Svo stríðir hann Sunnu. Hvað gerir hún þá? Öskrar. Það er rosalega gaman og prakkarinn fær mikið útúr þessu öskri. Það er ekki annað hægt en að skilja hann...Sunnuöskur er svo skemmtilegt hehehe. Við erum búin að vera að tala um hvort hann heyri illa drengurinn... Hann hefur greinilega heyrt það tal (heyrir ekki verr en það) og um daginn var hann að stríða og Sunna að öskra. Mamman kallar á hann:,,Bjartur! Hættu!" Hann heldur áfram.
Aftur:,,Bjartur! Heyrirðu ekki? Hættu þessu!" Ekki hættir drengurinn. Mamman tekur hann þá frá öskurapanum og segir:,,Heyrirðu ekki þegar ég segi þér að hætta?!"
,,Nei."
,,Þú hlýtur þá að heyra í Sunnu öskra! Þá áttu að hætta."
,,Já en hún öskrar hærra en ég heyri".
.....Hún er nú ekki þekkt fyrir annað en háa skræki og oft kölluð Krían hérna á heimilinu en er sem sagt komin yfir í hátíðnihljóð...(Nú hljómar þetta eins og hún sé alltaf æpandi barnið....)

Jæja.. vaknar yngsti molinn...

Kveðjur,
Mamma og Sunna Dancing queens....having the time of our lifes úúújeee

Engin ummæli: