Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

23.12.08

Jæja, það er komin Þorláksmessa!

Allt tilbúið fyrir jólin á þessum bæ. Bara eftir að skúra yfir gólfin, það tekur því ekki að gera það fyrr en á síðustu stundu. Annars fær mamman á bænum geðvonskukast ef einhver slysast til að hella niður. Jú, svo á eftir að klára að skreyta jólatréð. Það liggur við að það þurfi að pína þessi börn til að taka þátt í skreytingunni....það er mjög takmarkaður áhugi..
Núna er Logi með Bjart OG Sunnu í Bónus. Hehehehe væri til í að sjá hvernig honum gengur. Skil ekkert í því að hann hafi nennt að taka þau bæði með. Á meðan erum við Dagný bara heima að dúllast eins og vanalega- við erum svo miklar dúllur. Við settum hreint á rúmin. Alltaf vaknað í hreinu á aðfangadag. Það er æði. Svo erum við búnar að brjóta saman fjall af þvotti og ganga frá. Og ryksuga gólfin.

Við fórum í bústað um helgina. Enduðum á því að fara eftir að hafa hætt við nokkrum sinnum vegna veðurs. Svo komu amma, afi og Balli á laugardaginn. Það var æðislega kósý hjá okkur í miklum snjó og roki. Það var grillað, spilað, farið í pottinn, étið nammi og snakk og drukkinn smá bjór og rauðvín- ekki mikið:o) Á sunnudeginum komumst við ekki heim... það þurfti að moka okkur út. Þetta var bara skemmtilegt ævintýri. Þetta var önnur bústaðarferðin á stuttum tíma þar sem okkur fannst Dagný varla vera með. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er stillt barn. Maður veit varla af henni.

Best að fara að ganga frá úr pokunum...liðið er komið heim.

Gleðileg jól!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bína mín, það sem ég er búin að reyna að gúggla nafnið þitt, ég get bara alls ekki handskrifað allt sem ég hef að segja, ef ég hefði bara fattað að þú værir þarna inni. En ég blogga á mbl.is undir nafninu Reykas. Ég hef verið að reyna að finna út netfangið þitt en vona að ég muni þessa leið.
Ég eins og þú er alltaf að eignast börn, nema það eru barnabörn hjá mér, og er á fullu með það. Það er stórkostlegt að lesa skrifin þín, og er ég ekki hissa á að þú sért búin að öllu, ég klára aftur á móti aldrei allt og hef aldrei gert, enda ekki myndarlegur Hafnfirðingur, en þetta var ´stórkostlegt að geta náð þessu sambandi, og Edda sá Jólakortið frá þér, og sagði "alltaf er h´
un Bína jafn yndisleg, og ég held að við verðum bara að hittast hjá mér, og mig langar svakalega að sjá krakkana þína, Edda segir að þau séu sæt eins og þú. En nóg um það ef þú lest þetta á morgunn, þá þakka ég þér þolinmæðina gagnvart mér og myndin af börnunum þínum er á besta stað hjá mér. Þakka þér Bína mín tryggðina, og nú bókum við fund þú og ég. Gleðileg Jól til allrar fjölskyldunnar þinnar.

Þín einlæg Solla.

Nafnlaus sagði...

Hvernir á ég að fara beint inná bloggið þitt??????
Þin einlæg

Nafnlaus sagði...

Ekki alveg sami dugnaðurinn á þessu heimili að vera svona tímanleg í hlutunum... Fór og keypti síðustu jólagjafirnar eftir að krakkarnir fóru í rúmið áðan... gerði svo ís, pakkaði inn síðustu jólagjöfunum, skrifaði síðustu jólakortin, tók að mestu til, jobbi braut saman þvottinn og enn er e-ð eftir (þ.á.m. blessaða jólatréð;)) Þetta reddast samt alltaf;)
Hafið það gott yfir hátíðisdagana... verðum kannski í bandi á milli jóla og nýárs... verður ekki hægt að mála fyrr en eftir dúk og disk svo ég verð bara að "hanga";)

harpa sagði...

hæhæ

gleðilega jólarest fallega fólk :)

við úlfur erum á jólarúntinum í barnaskoðunum. eða.. hann étur banana og kemur með komment á tölvunotkun móðurinnar.

kv. frá köben