er ljúft. Það gengur allt eins og í sögu.... eða lygasögu...Við trúum því ekki sjálf hvað við erum heppin! Ansi margir að spyrja hvernig gangi nú hjá okkur með börnin. Hvernig eru stóru krakkarnir að taka litlu dúllunni og hvernig er Sunna?? Hehehe litla skessan er bara nokkuð góð. Hún er spennt yfir litla barninu og Bjartur er æðislegur. Hann var reyndar í smá krísu um daginn, vildi bara eiga heima einn með mömmu og pabba en það stóð yfir í svona 10 mínútur. Getur verið erfitt að vera eini prinsinn með tvær sætar prinsessur fyrir systur....
Litla dúllan sefur og drekkur til skiptis og er bara alveg eins og hugur manns. Það er ekki hægt að segja að það sé mikil fyrirferð í þessu barni... ennþá ;o) Hún er afskaplega róleg og ljúf og mikil værð yfir henni. Það lítur allavega út fyrir að Sunna haldi sínum heiðursessi sem aðalstjórnandi í þessari fjölskyldu um ókomin ár ;o)
Pabbinn á bænum hendir reglulega inn nokkrum myndum af undrinu... en hefur sig ekki í að gera gestabók á síðuna. Þið verðið bara að halda áfram að nota kommentakerfið ef þið viljið skilja eftir kveðju. Nema að kallinn fari að taka sig til í andlitinu....
26.10.08
Lífið á Hjallabrautinni...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli